Gagnrýni eftir:
Solaris
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð víst að vera sá sem sker mig úr hópnum og verð að segja að mér hafi líkað þessi mynd. Hún er langdregin en það þarf ekki endilega að vera slæmur hlutur. Myndin varpar fram heimspekilegum pælingum um tilvist mannsins og mætti því helst líkja henni við 2001 eftir Stanley Kubrick þannig að þeir sem ætla að sjá þessa týpísku geimmynd ættu að forðast þessa. Myndin er stílhrein og fallega tekin með góðum leik. Allir sem hafa þolinmæði í að sjá hana ættu að skella sér á hana.
Femme Fatale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Femme fatale er einstaklega fallega tekin mynd mjög stílhrein og flott. Myndin fjallar um atvinnuþjóf sem finnur leið til að sleppa út úr félagskapnum sem hún hefur komið sér í og reynir að finna sér betra líf......
Það er skemmtilegt hvernig Brian De Palma einskorðar sig ekki við enskuna í þessari mynd þar sem franska er mikið töluð í henni. Ég get ekki mælt með þessari mynd fyrir alla því að hún er svolítið sérstök en allir kvikmyndaunnendur ættu að skella sér á hana.