Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Jackass: The Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kallast Jackass THE MOVIE. þetta er ekki rétt nafn því það er ekkert í þessai mynd sem bendir til þess að þetta væri bíómynd. Ef fólk myndi ekki vita nafnið á myndinni og horfa á hana þá myndi fólkinu ekki detta í hug að þetta væri bíómynd. Þetta er einfaldlega bara 90 mínútna þáttur með grófum atriðum sem voru bönnuð í sjónvarpi. Þetta er alveg fyndið en þetta er bara þáttur ekki bíómynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er lítið hægt að segja um þessa mynd nema það að hún er RUGLUÐ ! Það er samt alveg ágætt hún hefur engan söguþráð en náði samt að fá mig til að grenja úr hlátri. Það sem var svo skrítið að Eric Christian Olsen náði Jim Carrey mjög vel, bæði með hlátri tali og hann er einnig mjög líkur honum í útliti. hins vegar fannst mér þeir báðir leika þetta ágætlega. það vantar samt upp á söguþráðinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bruce Almighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bruce almighty er mynd sem allir vilja sjá eftir að hafa séð trailerinn, því miður skemmir hann fyrir manni því allir bestu brandararnir eru í honum. Jim Carrey sýnir aðra hlið á sér í þessari gamanmynd, hann er fremur eðlilegri en hann var í myndum eins og Ace ventura og liar liar. Jim Carrey leikur Bruce Nolan sem er misheppnaður fréttamaður og allt í lífi hans virðist misheppnast. Bruce velur Guð til að kenna um óheppni sína. En einn daginn hittir hann Guð (Morgan Freeman)og Guð skorar á hann að reyna betur sjálfur í eina viku. Hann skemmtir sér vel á meðan hann er Guð í eina viku og gerir ýmsa skondna hluti. ÉG gef Bruce almighty tvær og hálfa stjörnu en ég er kannski full strangur á þessari einkunn en það var eitt sem mér fannst leiðinlegt við þessa mynd, það var hvað hún var væminn síðasta hálftímann. Þetta er ágætis mynd til að leigja á videoleigu, ekki að það sé ekki þess virði að fara á hana í bíó ég bjóst bara við meira gríni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Nutty Professor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eddy Murphy sýnir ekki sitt besta í þessari mynd en leikur þetta samt vel. Hún fjallar um feitan prófessor (Eddy Murphy)sem þjáist af geðklofa og reynir að finna upp drykk ti að grennast en hann verður bara enn ruglaðri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. Deeds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er alveg ótrúlegt hvað trailerarnir geta platað mann. Myndin er kynnt sem grínmyn og eru bara tekinn fyndnustu atriðin og sett í trailerinn. Að mínu mati er þetta ekki grínmynd heldur rómantísk gamanmynd. Hún er um mann (Adam Sandler)sem erfir 40 milljarða eftir ríkan frænda sinn. Hann fer beint úr pítsasendli yfir í miljarðamæring og flytur til Washington. Hann kynnist stúlku sem er blaðamaður og svíkur hann einhvernveginn. Hann varð fúll út í hana og myndinn er ekki um annað. Hún er bara um ástarsamband hans og hennar þetta er bara rugl enda er þessi mynd líka bara endurgerð af Mr. Deeds goes to Washington eftir Frank Cabra. Ég bið alla þá sem hafa ekki áhuga á rómantískum myndum að hugsa sig tvisvar um áður enn þeir leigja þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The pirates of caribbian kom mér mjög á óvart. En samt á jákvæðan hátt. Hún var mjög spennandi allan tímann. Johnny Depp bætti líka smá húmor í myndina sem gerði hana enn áhugaverðari. þetta er samblanda af ævintýra,spennu og smá húmor. Myndin er um sjóræningja á skipinu black peral sem er undir bölvun,þeir reyna að safna saman helling af medalíum til að létta bölvuninni. Þeir eru búnir að leita í 10 ár og vantar bara eina medalíu. Will Turner (Orlando Bloom) er með síðustu medalíuna og sjóræningjarnir reyna að ná henni aftur og þurfa að maka medalíunni í blóði hans. Það sem var verulega gott við þessa mynd var hvað tæknibrellurnar voru raunverulegar. Áhöfn black peral breytist í slímuga drauga þegar þeir komast í snertingu við tunglsljósið þeir voru (sem betur fer) ekki ósýnilegar vofur eins og algengt er í bíómyndum. Þetta var mjög góð mynd sem á skilið fjórar stjörnur. Að mínu mati er þetta mynd sem maður á að sjá í bíó ekki til að taka á leigu.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei