Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Say It Isn't So
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eins og sumir vita er þessi bíómynd runnin undan þeim sem skrifuðu Something about Mary og fleiri góðar myndir. Þegar ég ákvað að fara á þessa mynd bjóst við e-u í svipuðum dúr, e-u fyndnu og skemmtilegu. En sú varð ekki raunin. Vissulega er eitt og eitt atriði i þessari mynd sem fær mann til að skella upp úr, en ekki meira en svo. En myndin fjallar í grófum dráttum um fólk sem verður ástfangið, uppgötvar síðan skelfilegan hlut sem að neyðir þau til að slíta sambandinu, stelpan giftist næstum vonda kallinum, en í lokin kemur í ljós að allt er á misskilningi byggt og aðalparið tekur aftur saman. Lokaniðurstaða: Þessi mynd er ALLS ekki þess virði að borga 750 krónur fyrir!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The World Is Not Enough
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er rétt að taka það fyrst fram að þessi mynd er frábær, en nær samt ekki fjórum stjörnum. Mér finnst hún Denise frekar súr í myndinni, og hún kemur mjög lítið fram í myndinni miðað við góðu gelluna. En Sophie Marceau og Maria Grazia Cucinotta eru stórkostlegar í myndinni, reyndar synd hvað hún Maria deyr fljótt. Pierce Bronsan er traustur eins og alltaf, en mér fannst dauðdaginn hjá vonda kallinum frekar lítilfjörlegur, verð að segja það. Mjög mikið um sprengingar. Samt sem áður, frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei