Gagnrýni eftir:
Willow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Willow hefur kannski ekki góðar nútíma-tæknibrellur á bak við sig, og ber þess merki að vera barn síns tíma. Ég er svona þokkalega sátt við leikinn og söguþráðinn, en Willow á auðvitað að höfða til barna, sem þýðir ákveðinn einfaldleika, sem vel er hægt að sætta sig við. Sérstaklega þegar horft er á hana með börnum.
Willow er orðin klassík og mæli ég hiklaust með henni sem frábærri skemmtun og ævintýri eins og þau gerast best!
Not Another Teen Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er svo ófyndin að ég gretti mig yfir atriðunum sem áttu að vera fyndin. Ég sá virkilega eftir peningunum og að hafa ekki frekar farið á Spy game sem var sýnd í næsta sal.
En í alvöru þá fannst mér þetta frekar ósmekklegt og ég held að salurinn hafi verið sammála mér, því fólkið þar hló 1-2svar. Ég get ekki sagt neitt um söguþráðinn því mér finnst myndin eiginlega bara vera samansafn af atriðum sem leikstjóranum hefur fundist vera fyndin. Scary movie var skárri en þetta rugl.
Regína
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin fjallar um Regínu sem ásamt vini sínum er mjög óánægð yfir að fá ekki að fara í sumarbúðirnar Regnbogaland en uppgötvar svo að hún geti fengið nánast hvað sem er með því að syngja. Svo reynir hún og vinur hennar næstum því allt til þess að koma pabba hans og mömmu hennar saman, með misjöfnum árangri, ásamt því að fást við gimsteinaþjóf.
Þessari mynd get ég alls ekki gefið meira en eina stjörnu. Mér leiddist svo hrikalega á henni að ég var farin að horfa á veggina í bíóinu og pæla í löguninni á poppinu sem ég var að borða, og það hefur aldrei gerst áður, trúið mér. Lögin voru ekkert sérstök heldur, melodíurnar hver annarri líkar, engin fjölbreytni. Í rauninni var ekkert þarna sem fangaði athygli mína. Og mér finnst dansarnir heldur ekki nógu eðlilegir. Söguþráðurinn er svosem í lagi, en mér fannst leikararnir standa sig vel og það er eiginlega bara út á það sem myndin fær þessa einu stjörnu frá mér.
Star Wars: Return of the Jedi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að segja að þessi mynd sé algjör snilld. Ég hef horft á hana MJÖG (kannski of) oft og hún er alltaf jafn geðveik. Eftir að ég sá A new hope í fyrsta skipti varð ég Star Wars fíkill og vona að ég læknist aldrei af þeirri fíkn. Það eina sem mér finnst pirrandi er þessi frábæra þýðing á nafni Luke Skywalker: Logi Geimgengill!!!! Hverjum datt þetta eiginlega í hug?????