Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Sin City
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það langt síðan ég hef skemmt mér jafn mikið og í Smárabíói í gær. Sin City er hreint út sagt frábær mynd og ein sú skemmtilegasta sem ég hef séð. Samtölin eru skemmtilega hrottaleg en í senn hrottalega skemmtileg. Sérhver rammi er útpældur og jafnvel þó að myndin sé öll gerð á blue-screen þá er hún ekkert gervileg, að minnsta kosti finnst mér það ekki. Að sögn Arnórs og Skúla sem báðir hafa ólíkt mér lesið myndasögurnar er ekki mikið sem Robert Rodriguez kemur með aukalega inn í myndina, því þetta sé nánast nákvæmlega tekið úr bókunum. Ég er bara ánægður með það, enda heppnaðist myndin frábærlega.


Leikaravalið í þessa mynd er frábært. Ég get ekki nefnt neinn sem mér fannst ekki standa sig nógu vel. Mickey Rourke stendur þó uppúr með frábærri frammistöðu, hann er hreinlega fullkominn í hlutverkið og nær því ofurkúli sem ég get ímyndað mér að Marv hafi í bókunum. Bruce Willis stendur honum þó ekki langt að baki því hann er frábær í hlutverki öldnu löggunar Hartigan. Fleiri leikarar sem vert er að nefna eru Clive Owen, Elijah Wood, Nick Stahl, Jessica Alba, Benicio Del Toro og svo mætti lengi telja.


Myndin er sett saman úr þremur sögum, þremur af Sin City bókunum. Fyrsta sagan sem heitir að ég held einfaldlega “Sin City” fjallar um svala ofurtöffarann Marv sem svífst einskis í leit sinni að svörum. Hann leitar að morðingja konunnar sem hann taldi sig elska, Goldie. Hann sór þess eið að drepa morðingja hennar og hann er ekki án þeim buxunum að gefast upp, sama hver verður á hans leið.


Önnur sagan sem nefnist “That Yellow Bastard” fjallar aldraðan lögreglumann með hjartaveilu að nafni Hartigan. Hann er einn þeim fáu lögreglumönnum í bænum sem eru óspilltir og þyggja ekki mútur, eða láta stjórnast af glæpalýð. Hartigan er á eftir vægðarlausum barnanauðgara og morðingja að nafni Roark. Roark er sonur valdamikis þingmanns og þess vegna þorir enginn að gera neitt í málinu, enginn nema Hartigan. Ég vil ekki segja mikið meira um þessa sögu en Jessica Alba er mikið í þessari sögu. Þetta er mín uppáhalds saga af þeim þremur sem eru í myndinni. Það er eitthvað sérstakt við samband Hartigan og Nancy sem heillar mig.


Þriðja sagan og sú sísta að mínu mati heitir samkvæmt óáreiðanlegum heimildum “The Big Fat Kill” fjallar um mann að nafni Dwight. Eftir að hópur af vændiskonum (sem mætti einnig kalla bara glæpamenn, eins og reyndar flesta þarna) drepur virtan lögreglumann virðist allt stefna í stríð á milli mafíunnar, lögreglunnar og vændiskvennanna. Þá leggur Dwight upp í för til að reyna að forða því.


Mér finnst myndin alveg hreint frábær og ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð, en ég mæli þó ekki með henni fyrir hvern sem er. Það eru eflaust margir sem mundu ekki fíla þessa mynd þar sem hún er mjög blóðug og á köflum frekar ógeðsleg. Myndin verður að teljast til þeirra svölustu enda með eindæmum flott. Persónurnar eru þvílíkir töffarar að 1/10 væri meira en nóg. Ég ætla að enda þetta með nokkrum vel völdum línum úr myndinni, ein úr hverjum parti.


Marv: It's going to be blood for blood and by the gallon. These are the old days, the bad days, the all-or-nothing days. They're back!


Hartigan: An old man dies. A young girl lives. A fair trade. I love you, Nancy.


Dwight: It's time to prove to your friends that you're worth a damn. Sometimes that means dying, sometimes it means killing a whole lot of people.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Incredibles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ákvað fyrir stuttu að skella mér á The Incredibles með tveimur vinum mínum. Ég hafði beðið eftir henni með mikilli eftirvæntingu og gert mér vægast sagt miklar vonir. Við höfðum verið í vandræðum með að redda okkur fari niður í álfabakka svo að við komum örlítið seint. Þegar í bíóið kom blasti við okkur röð úr miðasölunni sem náði alveg að nammisölunni (Það eru 4 raðir að mig minnir :S). Eftir langa bið komum við loksins að miðasölunni og náðum miðum, en þegar inn í salinn kom sjáum við að það eru bara laus sæti í tveimur neðstu röðunum. Nú var mig farið að gruna að þessi bíóferð ætti ekki eftir að verða góð. Við setjumst fullir trega niður í 2. röð frá tjaldinu og byrjum áhorfið.


Myndin fjallar um það að Mr. Incredible/Bob Parr og Elastigirl/Helen Parr ákveða að hætta ofurhetjustörfum og stofna fjölskyldu. Þau eignast þrjú börn og tvö þeirra hafa ofurkrafta. Dashiell “Dash” getur hlaupið óeðlilega hratt og Violet getur gert sig ósýnilega og gert eins konar aflsvið (force field). Þegar Bob er rekinn úr vinnunni ákveður hann að taka tilboði sem hann fékk um að sinna smá ofurhetju störfum. Bob kemst svo að því að yfirboðarar sínir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir og lendir í gríðarstórum bobba. Helen kemst að því hvar hann er og fer á eftir honum, en hún veit ekki að börnin lauma sér með. Úr þessu hefst gríðarskemmtilegt ævintýr.


Brad Bird leikstjóra og handritshöfundi myndarinnar tekst að skapa frábæra mynd og að mínu mati bestu Pixar myndina (þó hef ég ekki séð Finding Nemo). Handritið er hreint út sagt stórkostlegt og heppnast frábærlega. Persónurnar eru mjög skemmtilegar og gaman að fylgjast með fjölskyldulífinu hjá ofurhetjum &61514;. Samtölin eru gríðarlega skemmtileg og einstaklega fyndin. Hvergi er að finna dauðan punkt í myndinni og er það að þakka einstaklega skemmtilegu og hnyttnu handritinu.


Mér þykir Brad einnig hafa tekist mjög vel upp með val á leikurum. Hann var ekkert að velja einhverjar stórstjörnur en allir skiluðu verki sínu vel og ég vil undan engum þeirra kvarta. Þess má til gamans geta að hann talar sjálfur fyrir eina persónuna en það er hin skemmtilega persóna Edna ‘E’ Mode. Craig T. Nelson ljáir sjálfum Mr. Incredible rödd sína á skemmtilegan hátt og einnig er vert að minnast á Samuel L. Jackson en hann er frábær sem ofurhetjan Frozone.


Tæknilega hliðin á myndinni þótti mér líta mjög vel út. Þó svo að ég hafi ekki mjög mikið vit á þessu þá fannst mér þetta mjög flott. Jafnvel það sem er í bakgrunni er flott og raunverulegt.


Tónlistin var eins og flest annað mjög vel unnin. Hún passaði mjög vel inn þar sem hún var sett en var þó ekki of áberandi. Skapaði rétta stemningu fyrir áhorfandann.


Þetta byrjaði sem versta bíóferð sem ég hef upplifað en endaði sem ein sú besta. Eins og ég sagði þá finnst mér þessi mynd standa uppúr því úrvali ef Pixar myndum sem ég hef séð þó góðar séu. Brad Bird tekst að láta allt passa saman og skrifa alveg hreint frábært handrit sem kemur út sem ein besta mynd þessa árs. Ég gef myndinni hiklaust 3.5 stjörnur af 4 mögulegum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Runaway Jury
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd ásamt nokkrum vinum mínum með opinn hug.

Ég bjóst svo sem ekki við neitt rosalega miklu, en myndin kom skemmtilega á óvart.



Myndin fjallar um það í grófum dráttum að maður drepur 11 manns ásamt sjálfum sér með ólöglegu vopni.

Kona manns er var drepinn fer í mál við framleiðendur byssunnar er notuð var til drápana.

Byssuframleiðendurnir ráða Rankin Fitch (Gene Hackman) til að fá kviðdóminn á sitt band en hann er ekki heiðarlegar spilari :).

En málin fara að flækjast þegar þeir fatta að Nicholas Easter (John Cusack)sem er í kviðdómnum getur stjórnað honum og heimtar 10 milljónir fyrir að snúa honum á þeirra band.



Myndin er mjög vel leikin og fer þar Dustin Hoffman fremstur í flokki en hann leikur Wendell Rohr sækjanda málsins.

John Cusack sýnir einnig að hann er í flokki betri leikara Hollywood með góðri frammistöðu.

Ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með Gene Hackman en það er nú kannski bara það að mér fannst persónan hans soldið ýkt.

Kannski bara leikstjórnin en mér fannst það ekki vera að gera sig alveg nógu vel.



Annars fannst mér Gary Fleder (Don´t say a word, Kiss the girls) standa sig með prýði í leikstjórastólnum.

Hef lítið út á hann að setja eins og myndina í heild.

Eins og ég sagði kemur hún skemmtilega á óvart og endirinn er mjög óvæntur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei