Gagnrýni eftir:
Hollow Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ja hérna. Ég hélt að ég væri að fara á einhverskonar gáfulega, áhrifamikla mynd þar sem við fáum að fylgja manni sem verður ósýnilegur, í fyrstu finnst honum það bara sniðugt, en svo snýst allt upp í martröð. Eitthvað svipað Phenomenon, kannski... En nei, ó nei. Gæti ekki verið lengra frá sannleikanum. Hún lofaði góðu fyrir hlé, þrátt fyrir ýmiskonar skemmtileg smáatriði (eins og sprauturnar.. Ef að ein loftbóla er í sprautu er það nóg til að drepa mann, eins og flestir ættu að vita... takið eftir hvað er í sprautunum :) (bara smáatriði, ég veit það vel, en svoldið skondið eftir alla líffræðikunnáttuna sem maður hélt að þeir hefðu eftir að maður sá innyflin myndast smám saman í dýri sem var að verða aftur sýnilegt....)) En smáatriðin urðu bara stærri og stærri, og allt í einu var okkur áhorfendunum ætlað að gleypa við svo fáránlegum atriðum að það hálfa væri nóg. (takið líka eftir hvernig þau nota innrauðu gleraugun...) Myndin breyttist úr ágætri hugmynd yfir í algjörlega misheppnaða hrollvekju á gamla mátann, eitthvað svipað þeim sem Scream myndirnar eru að gera grín að. Það er ekki ólíklegt að mér hafi ekki fundist myndin nógu góð vegna þess að ég bjóst við of miklu af henni. Reynið að búast við engu, og þá kannski sýnist myndin betri fyrir vikið.
Dogma
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
ABBABBABB!!! Ók, ef þú ert ekki búin(n) að sjá Dogma, farðu þá og sjáðu hana. Ekki lesa umfjallanirnar. Ég hafði ekki grænan um hvað ég var að fara að sjá, og það var alveg meiriháttar. Þú getur fundið söguþráðinn hér fyrir neðan ef þú kærir þig um það ...