Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Punch-Drunk Love
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nýjasta mynd leikstjórans Paul Thomas Anderson (Boogie Nights, Magnolia), Punch Drunk Love, er algjört meistaraverk. Það sem kom mér mikið á óvart er leikframmistaða Adam Sandler (Waterboy, Little Nicky, Happy Gilmore, The Weeding Singer). Fyrri myndir hans hafa ekki verið upp á marga fiska og vinnur hann hér sér inn þvílíkan leiksigur.

Myndin fjallar um Barry Egan (Adam Sandler), hálfgeðveikan fyrirtækiseiganda. Hann ólst upp með sjö ráðríkum og stríðnismiklum systrum og veitti það honum töluverðugan skaða. Hann hefur fundið leið til að fá flugpunkta á færibandi með því að kaupa óhóflega mikið magn af búðing. Ein systir hans kynnir honum fyrir vinkonu sinni, Lenu (Emily Watson) sem er greinilega mjög hrifinn af Barry. Barry er mjög einmana og á einnig ekki mjög létt með að umgangast kvennfólk. Einmanaleiki Barrys er eiginlega farinn út í þunglyndisástand og grætur hann að ástæðulausu. Barry flækist í vanda við klámlínueiganda sem á klámlínuna sem hann hringdi í eitt einmanakvöldið og blandast það skemmtilega í atburðarrásina. Emily Watson fer eins og venjulega á kostum. Hér er hún við hlið Sandlers og er hún mjög góð þrátt fyrir að Sandler skyggi á hana. Fastagestir í myndum Andersons, Luiz Guzmán og Philip Seymour Hoffman standa sig vel í frekar létt leysandi hlutverkum. Margir hafa sagt að persóna Sandlers sé ekki svo ólík hans fyrri persónum. Það er margt til í því en munur persónanna er að “Barry Egan” er mikið raunverulegri og einnig er atburðarrásin mikið ruanverulegri en í gelgjugrínmyndum Sandlers.

Paul Thomas Anderson er einn af athyglisverðugustu ungi leikstjórum Hollywood ef ekki sá athyglisverðugasti. Með Punch Drunk Love gefur Anderson ekkert eftir fyrri verkum sínum og gefur frá sér en eitt meistaraverkið. PDL er ofbeldisfull rómantísk gamanmynd sem sker sig út úr fjöldanum. Ekki er þetta venjuleg rómantísk gamanmynd enda er PTA enginn venjulegur leikstjóri.

Ég vona að fólk haldi ekki að hér er á ferð einhver aulahúmorsmynd Sandlers og það fólk sem vonast eftir þannig mynd er hér á röngum stað. Punch Drunk Love er fyrst og fremst Paul Thomas Anderson mynd. Ég get mælt með henni eins og öðrum mynd Andersons og er hún jafn mikið meistaraverk og fyrri myndir hans.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hable con ella
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Flestir Íslendingar þekkja Pedro Almodóvar út af óskarsmyndinni hans, Allt um móður mína eða eins og hún kallast á frummáli sínu Todo sobre mi mader. Í nýjustu mynd sinni, Hable con ella, er hann ekki á óþekktum slóðum og fjallar eins og oft áður um ástina.

Hér fjallar hann um ástina frá sjónarhorna tveggja karlmanna sem er nýtt hjá honum því oftast hefur hann fjallað um ást frá sjónarhorni kvenna.

Við fylgjumst með tvemur mönnum sem eru ástfangnir af konum sem eru liggja í dái. Blaðamaðurinn Marco verður ástfanginn af nautabananum Lydiu og byrja þau seinna saman. Hann sér hana svo naut stanga hana og falla í dá. Hún er flutt á sjúkrahús og víkur hann ekki frá henni þrátt fyrir ástand hennar. Á sjúkrahúsinu kynnist hann öðrum manni sem er ásfanginn af konu semurr liggur í dái. Heitir hann Benigno og er hjúkrunarmaður og hjúkrar hann konuna Aliciu sem hann er ástfanginn af. Samband þeirra verður mjög náið enda eru þeir í mjög líkri aðstöðu. Þótt að þeir séu ólíkar manneskjur.

Almodóvar segir okkar einfaldlega hér sögu um menn sem hafa lent í erfiðleikum og draumakonur þeirra. Hann fær okkur til lifa okkur inn í myndina og finnum við mikið með persónum.

Leikurinn er vægast sagt stórkóstlegur! Argentíski leikarinn Darío Grandinetti er frábær í hlutverki hins mjög svo tilfinnganæma blaðamanns Marco. En Javier Cámara sem leikur þann verulega skrítna Benigno fer alveg á kostum og stelur senunni. Samleikur þeirra er vægast frábær.

Einnig sjáum við þögla mynd sem ein af sögupersónum horfir á og eru þau augnablik vægast sagt óborganleg (-a fyndin).

Tilgangur myndarinnar er eiginlega að sýna okkur hvernig ást getur verið jákvæð og neikvæð eða falleg og brengluð. Það vantar aldrei húmorinn í myndina og líður ekki langur tíma án þess að það skjótist manni bros á vör.

Hable con ella sannar einfaldlega að ekki allar myndir sem eru um ást sem eru framleiddar eru í dag er sorp (kannski af því hún er evrópsk?). Ég get ekki annað en mælt með henni fyrir alla og sérstaklega fyrir þá sem eru hrifnir af fyrru verkum Almodóvar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Casino
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er sammála einni gagngrýni sem ég las á netinu að með Casino sýnist manni Scorsese hafi verið að reyna gera Goodfellas 2. Þær eru alltof líkar. Kvikmyndatakan, klippingin, ofbeldið, persónurnar, sagan um mafíósa sem ná toppinum og falla. Þrátt fyrir það er Goodfellas 2, nei ég meina Casino frábær skemmtun og góð mynd.

Fyrir þá sem vita ekki hver Martin Scorsese er. Þá er hann einn mesti leikstjóri allra tíma. Hann hefur fært okkur frábærar myndir eins og Raging Bull, Taxi Driver, The Last Temptaitions of Christ og þá fyrrnefndu Goodfellas.

Casino er byggð á sannri metsölubók skilst mér eftir Nicolas Pellegi sem skrifaði einnig bókina Wiseguy sem Goodfellas er byggð á.

Myndir fjallar um Sam “Ace” Rothstein (Robert De Niro) sem “the bigshot” í spilavítismálum í Las Vegas. Vinur hans, Nicky Santoro (Joe Pesci) skerst einnig mikið í leikinn og klúðrar mörgu fyrir Sam. Persónan Nicky Santoro er alveg eins og persóna Joe Pescis í Goodfellas. Ofbeldið og “attitude-ið” og einfaldlega persónuleikin eru bara ljósrit úr Goodfellas. Annað stórt hlutverk leikur Sharon Stone og er hún eiginkona “Ace”. Hún er hér í sínu næstbesta hlutverki að mínu mati en það besta er Catherine Tramell í Basic Instinct. Ég ætla ekki að fara lýsa söguþræðinum í smáatriðinum bæði út af því það er óþarfi og erfitt.

Lengd Casino eru þrír klukkutímar og er það hreint ótrúlegt. Því þegar ég horfði á hana fannst mér hún vera rúma tvo klukkutíma. Það sannar að skemmtanagildi hennar er mjög hátt.

Casino er alls ekki slæm kvikmynd. Ég held meira segja ef að Goodfellas væri ekki til væri hún þriggja og hálfs stjarna virði. Fyrir of mikinn skyldleika við Goodfellas verð ég að draga hálfa stjörnu af henni og fær hún þess vegna þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Analyze That
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Analyze That gefur forvera sínum ekkert eftir. Paul Vitti (Robert De Niro) losnar úr fangelsi með því að þykjast vera geðveikur og er sendur í varðhald hjá sálfræðingi sínum Ben Sobel (Billy Crystal). Bæði Ben og eiginkona hans (Lisa Kudrow) eru ekki ánægð með hegðun Vittis á heimili þeirra. Ben þarf svo að finna vinnu fyrir Vitti og er stórspaugilegt að sjá mafíósan að selja bíla.

Í Analyze That verður samband Bens Sobel og Paul Vitti einfaldlega raunverulegra og finnst mér það gera myndina heilsteyptari en þá fyrri. Robert De Niro og Billy Crystal fara auðvitað á kostum í hlutverki mafíósans og sálfræðingsins.

Harold Ramis nær að gera framhaldið með De Niro og Crystal ekki síðri en forverann og gerist það ekki oft. Hann leikstýrir og skrifar handritið á myndinni og gerir með eindæmum vel.

Analyze That er eins og fyrri myndinn frábær skemmtun sem enginn ætti að missa af.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Analyze This
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Paul Vitti (Robert De Niro) er höfuðpaur einnar stærstu mafíufjölskyldu New York borgar. Eftir að hann verður fyrir skotáras verður hann sífellt fyrir kvíða- og óttaköstum. Hann leitar þá til sálfræðingsins Ben Sobel (Billy Crystal). Ben er heiðarlegur borgari sem vill ekkert við hann gera en neiðist til að lækna hann. Þegar Paul fær köst lætur hann ná í Ben sama hvað hann er að gera og nær í hann um nætur og í brúðkaup. Einnig er tilvonandi eiginkonu (Lisa Kudrow) Ben meinilla við þennan nýja sjúkling hans.

Robert De Niro er alveg ótrúlega góður í hlutverki mafíósans og sannar hér að jafn góður grínleikari og alvarlegri leikari. Billy Crystal er heldur ekki síðri í hlutverki sálfræðingsins. Lisa Kudrow sést ekki það mikið í myndinni og er það skömm miðað við hvað hún er brilliant grínleikona.

Harold Ramis (Groundhog Day) stendur sig með eindæmum vel og er þessi mynd hans ekki síðri en Groundhog Day.

Analyze This er stórskemmtileg grínmynd og mæli ég með að þið sjáið De Niro og Crystal í S- inu sínu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Groundhog Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Groundhog Day fjallar um veðurfræðinginn Phil Connors. Hann er með fínum orðum sagt egoisti og algjör leiðindaskarfur. Einn dag þarf hann að fara í vinnuleiðangur til smábæs. Þar er haldinn þá svokalliði “Groundhog Day” og á þeim degi spáir “Groundhogurinn” dyrir hvenær veturinn hættir. Þetta er fjorða skiptið að Phil fer í þennan leiðangur og er hann ekki í uppáhaldi hjá honum. Hann ætlar að drífa sig strax heim aftur seinna um daginn til að komast úr þessu “skítaplace-i”.

Þegar hann er búin að taka upp athöfnina frægu drífir hann sig með starfsliðinu en þá kemur upp að það er ófært. Þá verður hann að snúa aftur til smábæsins og gistir þar um nóttina. Þegar hann vaknar þar næsta dag fattar hann að hann upplifir sama daginn aftur og aftur.

Bill Murray fer á kostum í hlutverki Phil Connors. Andie MacDowell (Four Weddings and an Funeral) leikur ágætlega á móti og einnig fer Chris Elliot (Something about Mary) á kostum.

Handritshöfundar standa sig vel og fara vel með þessa frábæru hugmynd.

Harold Ramis (Analyze This og That) er orðinn einn af mínum uppáhalds grínmynda leikstjórum og leikstýrir hann hér að venju mjög vel.

Einhver sagði við mig að þessi mynd hafi algjörlega klúðrað þessari góðri hugmynd. Þ.e.a.s farið út í væmni o.s.frv. Það finnst mér persónulega fáranglegt. Að myndir mega ekki vera hugljúfar án þess að vera taldnar væmnar.

Groundhog Day er hugljúf, bráðskemmtileg og fyndin mynd sem ég mæli hiklaust með.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chicago
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eins og þið eflaust vitið er Chicago myndin sem hefur hlotið flestar óskarsverðlaunatilnefningar í ár þ.e.a.s. árið 2003. Og þær eru ekki meira né minna en 13 tilefningar. Að mínu mati á hún þessar tilnefningar skilið því hún er vægast sagt frábær!

Myndin er byggð á samnefndum söngleik sem hefur gert það gott á Broadway hér um árin. Þann söngleik hef ég því miður ekki séð en get ég ekki annað ímyndað mér að hann sé mjög góður. Ég sé alla vega að söguþráður söngleiksins er mjög góður.

Rob Marshall leikstjóri myndarinn hafði sem sagt mjög góðan efnivið til að búa til frábæra mynd. Það er ekki spurning að hér er hæfileikamaður á ferð því að hann nær að gera frumraun sína þrælgóða. Leikaravalið er mjög gott og er ekki annað hægt annað en að sjá þessar stórstjörnur dansa og syngja.

Húsmóðurin Roxie Hart (Renée Zellweger) hefur stóra drauma um að verða stórstjarna á söngsviðinu. Hún er tilbúinn til að gera ALLT fyrir frægðina. Viðhaldið hennar hefur lofað henni um að koma henni á framfæri hjá umboðsmönnum sem gætu komið henni langt í stjörnuheiminum. Þegar viðhaldið segir Roxie að hann hafi verið að ljúga að henni til að getað sængað hjá henni skýtur hún hann.

Þegar hún lendir í fangelsi hittir hún enga aðra en “idol” sitt Velma Kelly (Catherine Zeta Jones) sem var þar inni fyrir að drepa systur og mann sinn þegar hún kom þeim á óvart þegar þau voru í ákveðnni “dans” stellingu. Þær eru náttúrulega ekki í góðum málum ef þeir verða dæmdar og leita báðar til lögfræðingsins sem aldrei hefur tapað máli Billy Flynn (Richard Gere).

Renée Zellweger (Jerry Maguire, Bridget Jones's Diary) sem leikur “saklausu” stúlkuna sem vill gera allt til þess að gera fræg. Hún leikur hana frábærlega og syngur mjög vel.

Catherine Zeta- Jones smellpassar í hlutverk fallegu, hættulegu og snobbuðu Velma Kelly og syngur best af þeim þremur í aðalhlutverkum.

Richard Gere sýnist mér líka kominn aftur á réttu brautina eftir að hafa leikið í ruglmyndum eins og Dr. T and the Woman. Hann nær siðblindaða lögfræðingnum (týpiska lögfræðingnum;) frábærlega og sannast líka að hann kunna að steppa og ágætlega að syngja.

Í öðrum hlutverkum eru Queen Latifah, John C. Reilly, Taye Diggs og Lucy Liu.

Queen Latifah er frábær í hlutverki fangelsistjórans sem vill láta kalla sig “Momma”. John C. Reilly er að mínu mati með bestu frammistöðuna af leikurunum í myndinni en hann leikur trygga og hálftrega eiginmann Roxie.

Ég kemst ekki hjá því að líkja þessari við áhrifavald sinn Moulin Rouge. Mér finnst þessi mikið skemmtilegri og betri. Tónlistin sem er náttúrulega meginatriðið í þessum myndin er að mínu mati miklu skemmtilegri í Chicago og einnig finnst mér “plottið” miklu skemmtilegri en í Moulin Rouge.

Ég mæli eindregið með Chicago og er hún algjört SKYLDU áhorf fyrir alla kvikmyndaráhugamenn.

Ég hvet alla til að skella sér á þess í bíó því ég held að hún er svona ekta “bíómynd”. Sem sagt allir í bíó 24. febrúar (þ.e.a.s. þegar bíóverkfallið er búið).

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Chamber of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harry Potter and the Chamber of Secrets er eins og allir vita önnur myndin/bókin af þeim sjö til alls talsins. Ég var ekki ánægður með þá fyrstu og fór þess vegna í bíó með engar væntingar. En svo þegar ég kom út var ég bara alsæll. “Þessi mynd er talsvert betri en sú fyrsta það er enginn það er enginn spurning,” hugsaði ég mér þegar ég fór út í bíóinu.

Ungu leikararnir voru bara allir fínir og hafa bætt sig síðan fyrstu myndinni. Nema kannski tvíburarnir í hlutverki Fred og George. Þeir eru svo boring!

Eldri leikarnir eru alveg frábærir enda næstum landslið breta þar á ferð. Tveir bætast við. Það eru þeir Jason Isaacs og Kenneth Brannagh. Jason Isaacs leikur hin illa Lucius Malfoy sem er föður Draco. Shakespeare leikarinn frægi Kenneth Brannagh leikur hinn nýja brosmilta kennara og egóista Gilderoy Lockhart. Þeir eru báðir alveg frábærir.

Handritið er líka alveg mikið betra en það við sá fyrstu. Núna er sleppt óþarfaatriðum og er það myndinni bara til góðs.

Chris Columbus stendur sig líka mikið betur en við sá fyrri. Þótt gat hann ekki haldið það út og þurfti að hafa svona ógeðslega væmni í lokaatriððinu. Það er næstum stærsti galli myndarinnar.

Harry Potter and the Chamber of Secrets er mikið drungalegri en forveri sinn og er heldur ekki á svona barnalegu stigi. Einnig fannst mér myndin líða alveg ótrúlega hratt. Hvað var hún löng (aðeins að kíkja á imdb.com)? 165 mínútur, vá mér fannst þetta bara vera svona klukkutími.

Harry Potter and the Chamber of Secrets er frábær skemmtun sem enginn má missa af og er mikið betri en the Philosopher Stone. Þessi lofar góðu fyrir framhöldin og bíður maður nokkuð spenntur. Ég mæli með þessari kannski ekki alveg fyrir þau minnstu en ég held að þetta er skylda fyrir átta ára og upp út.:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Basic Instinct
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Basic Instict er ein umtalastaðsta mynd síðustu aldar. Vegna grófra kynlífsatriða og blóðsúthellingum. Að mínu er þetta alveg frábær mynd.

Rokkstjarna að nafni John Boz er myrtur. Lögreglan rannsakar málið og grunar strax kærustu hans, Catherine Tramell um morðið. Hún er mjög dularfull og sjálfsörugg. Hún er rithöfundur og skrifaði bók sem minnti akkurat á morðið á rokkstjörnunni ári fyrr enn morðið var framið. Ekki ætla ég að fara mikið meira í söguþráðinn því það gæti skemmt fyrir.

Sharon Stone fer þvílikt á kostum í hlutverki Catherine Tramell. Og sýnir einn besta leik seinustu aldar. Einnig er Micheal Douglas frábær í hlutverki lögreglumannsins Nick Curran.

Leikstjórinn, Paul Verhoeven er þekktur fyrir misjafnar myndir. Hann hefur gert myndir einsog Total Recall, Showgirls, Robocop og Hollow Man. Það er ekki spurning að þetta er hans langbesta mynd. Handritið er líka af betri gerð. Þótt að höfundurinn á því, Jos Esztheras telst af þeim verstu í bransanum.

Kvikmyndataka Jan De Bot er algjört yndi að horfa á. Einnig er tónlistin frábær og er hún frábærlega notuð til magna upp spennuna.

Þessi mynd er einfaldlega frábær og ekki er galli á henni að finna. Basic Instinct er algjört tímamótaverk. Ekki spurning!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
GoodFellas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Goodfellas er besta mafíumynd kvikmyndarsögurnnar fyrir utan Guðföðurinn.Hún hefur frábært handrit sem er byggt á bókinni Wiseguy eftir Nicolas Pileggi. Leikstjórnin er frábær en ekki skrítið því það er enginn annar en snillingurinn Martin Scorsese sem er að verki. Leikarnir í myndinni eru algjörir snillingar. Ray Liotta, Joe Pesci, Paul Sorvino, Lorraine Bracco og auðvitað maður sem hefur leikið stærstu mafíósana allra tíma, Don Vito Corleone og Al Capone. Auðvitað er ég tala um Robert De Niro sem vantar aldrei í góða Martin Scorsese mynd.

Henry Hill er írsk-ítalskur mafíósi (hann er í þeirri ítölsku) sem hefur frá bernsku dreimt um að vera mafíósi. Hann kynnist fljótt réttu fólki og verður brátt í hópi Paul Cicero (Sorvino), Jimmy Conway (De Niro) og Tommy DeVito (Pesci).

Við fylgjumst með lífi Henry´s Hill í þrjá áratugi og sjáum hann og mafíuna fara í gegnum súrt og sætt.

Joe Pesci fékk óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki sem hann á réttmætilega skilið. Lorraine Bracco var líka tilnefnd fyrir túlkun sína á Karen Hill, eiginkonu Henry´s. De Niro stendur sig líka frábærleg. Og líka sá ófarsæli leikari Ray Liotta stendur líka fyrir sínu.

Martin Scorsese fékk ekki óskarinn fyrir leikstjórnina heldur Kevin Costner. Ótrúlegt að það er hægt að taka Kevin Costner fram fyrir Martin Scorsese.

Goodfellas er næstbesta mynd Scorsese´s með Taxi Driver en Raging Bull er sú besta. Það ættu allir að kíkja á þessa snilldar mafíumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taxi Driver
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Martin Scorsese hefur verið einn besta leikstjóri síðustu ára. Hann hefur verið þekktur fyrir gott samstarf við besta leikara síðustu ára, Robert De Niro. De Niro hefur náð stærstu smellum sínum í samstarfi við Scorsese.Taxi Driver var eitt af mörgum samstarfa þeirra sem heppnaðist frábærlega.Myndin er ádeila á bæði undirheima New York borgar og stríð.

Travis Bickle er leigubílstjóri. Hann var hermaður í Víetnam og hefur ruglast verulega eftir það. Sem leigubílstjóri vinnur um nætur vegna svefnleysið. Hann er einfari en ég held ekki að eðli, heldur hefur stríðið breytt honum. Hann kynnist konu að nafni Betsy. Þau fara á nokkur stefnumót og þar sér maður hvað fólk verður ruglað eftir stríð. Hann kynnist svo 12 ára vændiskona að nafni Iris. Við það klikkast hann alveg og ætlar sér að vernda Iris (Jodie Forster).

Lokatriðið er eitthvert magnaðasta atriði sem ég hef séð.

Robert De Niro er ótrulega góður í hlutverki leigubílstjórans. Einn af bestu leikum sem hann hefur sýnt og ég held að hann hafi einugis verið betri Raging Bull. En Jodie Forster er frábær sem tólf ára vændiskona. Og ég held að þetta sé hennar besta hlutverk fyrir utan Clarice Starling í Silence of the Lambs.

Það er ekki spurning að þetta sé með bestu myndum Scorsese´s. Raging Bull er að mínu mati best en ég vil ekki velja á milli þessari og Goodfellas.

Taxi Driver er tímamótaverk sem sýnir New York í sínu raunverulegu ljósi.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Psycho
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Psycho er ábyggilega frægasta mynd mesta meistara kvikmyndarsögunnar, Alfred Hitchcock. Og hún inniheldur eitt frægasta atriði, eða kannski frægasta atriðið kvikmyndarsögurnar, sturtuatriðið.

Marion Crane (Janet Leigh) stingur af með peningarfúgu af vinnuveitanda sínum. Hún fer frá stórborginni og keyrir í burtu á leið til kærastans síns sem á heima í öðru fylki. Henni grunar að henni eru veitt eftirför og er mjög stressuð. Um nóttina stoppar hún í Bates-móteli og kynnist þar hinum skrítna manni Norman Bates (Anthony Perkins) sem rekur mótelið með móður sinni. En um nóttina er Marion myrt (sturtuatriðið).

Systir hennar (Vera Miles) og kærasti hennar (John Gavin) ráða einkaspæjari (Martin Balsam) til rannsaka hvarf hennar.

Tónlistin er rosalega taugatrekkjandi og aukar spennunna verulega. Klippingin er rosalega flott eins og í fræga sturtuatriðinu sjást engar blóðsúthellingar. Leikarnir standa sig frábærlega vægar satt enda er engin smá nöfn þar á ferð.

Psycho er einfaldlega algjört tímamótaverk og hreint meistaraverk. Það er ekki spurning að Psycho sé með bestu verkum Alfred´s . Með Rear Window, Vertigo og fleirum.

Þessi mynd sannar einfaldlega að Hitchcock sé undan langflestum leikstjórum og aðeins fáir hafa náð að skapa mynd í klassa Psycho.

Psycho er algjört skylduáhorf fyrir allar mannverur sem hafa efni á því að leiga sér spólu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jaws
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jaws er myndin sem Steven Spielberg (E.T., Schindler´s List, Saving Private og Minorty Report) sló í gegn með. Hún er byggð á metsölu bók Peter Benchley. Handritið er mjög gott og er enginn galli við það.

Myndin segir frá baðstrandabænum Amity. Þar er hættulegur hákarl er á sveimi í sjónum. Lögreglustjórinn bæjarins, Martin Broody (Roy Scheider) er mjög áhyggjufullur. Og eftir tvö dauðsföll ákveður hann að fara að drepa hákarlinn. Í lið með sér fær hann sjómanninn Quint (Robert Shaw) og nátturufræðinginn Matt Hooper (Richard Dreyfuss). Eftir það sjáum við spennandi einvígi milli hákarlsins gegn þeim félögum.

Tónlistin er frábær og tryggir meiri taugaspennu. Eini galinn sem ég finn við þessa mynd er að hákarlinn er ekki nógu raunverulegur. Sem er nátturúlega eðlilegt því myndin er frá 1975. En þessi mynd er ein af bestu myndum Spielberg´s með mörgum öðrum reyndar. En þetta er spennumynd sem allir ættu að hafa gaman af.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dogma
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tveir englar að nafni Loki (Matt Damon), drápsengill Guðs og Bartleby (Ben Affleck), Grigori engill (varðengill) voru reknir úr himnaríki og forbannaðir til að dvelja á versta stað á jörðu, verri en sjálft helvíti, Wisconsin- fylki í Bandaríkjunum að eilífu. Þeir hafa dvalið þar í nokkra áratugi og loksins hafa þeir fundið leið aftur til himnaríkis (sem ég nenni ekki að útskýra).

En það er ekki jafn auðveld og þeir halda. Ef þeir ná að komast aftur upp til himnaríkis muna þeir sanna að Drottinn hefur rangt fyrir sér og þar með eyða allri tilveru.

Drottinn almáttugur ætti nú ekki erfitt með að stoppa þessa tvo engla en hann er týndur. Þess vegna ákvað Metatron (Alan Rickman), eða rödd Guðs, engill úr æðsta englaskaranum, eða eins og þeir nefnast serafi. Ákvað að senda síðasta útsendarann, Bethany Sloane (Linda Fiorentino), að stöðva Bartleby og Loki. Hún fær enga minni menn með sér í lið en spámenninna, Jay (Jason Mewes) og Bob (Kevin Smith). Einnig með henni kemur þréttandi lærissveinninn, Rufus (Chris Rock) og eru þau fjögur rosalega fyndin saman.

Í öðrum stórum hlutverkum eru Salma Hayek sem skáldagyðjan Serendipity og Jason Lee sem fyrrverrandi skáldagyðju.

Þessi mynd er skylduáhorf fyrir alla. Ég mæli kannki ekki með fyrir þá sem getað ekki tekið Guði með kimnigáfu, til dæmis Gunnari í Krossinum. Þótt að Dogma er auðvitað bara grín er sumt í henni ekki galið.

Maðurinn bakvið myndina er Kevin Smith (Clerks, Mallrats, Chasing Amy og Jay and Silent Bob Strike Back) eins og ábyggilega flestir vita en er þetta að mínu mati hans besta mynd. Og eflaust besta grínmynd allra tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrsta myndin í hinni þrælmögnuðu Godfather seríu. Eins og flestir vita er hún byggt á samnefndri skáldsögu Mario Puzo´s. Það er ekki spurning að þetta er besta og raunverulegasta mafíumynd allra tíma. Heldur ekki að þetta er ein besta kvikmynd allra tíma. Ótrulegt má þykja að Francis Ford Coppolla, leikstjóri myndarinnar, hafi ekki fengið óskarsverðlaun fyrir sína frábæru leikstjórn. Hann fékk verðlaunin samt tveimur árum síðar fyrir annan hluta Godfather seríunnar. Myndin fjallar um Don Vito Corleone og mafíufjölskyldu hans. Marlon Brando fékk óskarsverðlaun fyrir sína túlkun á Corleone. Hann á fjóra syni, Sonny Corleone (James Caan), Micheal Corleone (Al Pacino), Tom Hagen (Robert Duvall) og Freddie Corleone (Jon Cazale). Þeir synirnir eru allir trúverðugir og finnst mér Robert Duvall og James Caan bestir af þeim. Kvikmyndartakan og tónlistin eru frábær. Það er eiginlega ekkert að þessari mynd. Hérna er eitt af mestu meistaraverkum kvikmyndarsögurinnar á ferð sem er ekki hægt annað en að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Deer Hunter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Deer Hunter fékk 5 óskarsverðlaun árið 1978. Fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn (Micheal Cimino), besta karlleik í aukahlutverk (Christopher Walken), besta hljóð og bestu klippingu. Hún átti kannski þrjár skilið. Þær fyrir klippingu, hljóð og þau sem Christhopher Walken fékk.

Þessi mynd er ein langdregnasta mynd sem ég hef séð. Hún er í þrjá klukkutíma, þótt hún ætti í mesta lagi að vera í tvo. Endalaus kvikmyndun af náttúrufegurð og ungu fólki að dansa.

Handrit er götótt og er lítið af samtölum og er eignilega lítið að gerast í myndinni. Mörgum finnst hún rosalega sorgleg. Það finnst mér ekki því áhorfandinn fær ekkert að kynnast aðalpersónunum. Maður fær bara að sjá þá að dansa og skjóta.

Myndin fjallar bara um unga menn sem hafa mjög gaman á lífunu, fara í stríð og eyðillegjast við það. Þetta hefur kannski verið ferskt efni þarna en það er það ekki núna.

Það sem bjargar myndinni eru Robert De Niro og Christopher Walken. Annars væri myndin bara algjört sorp. En ég skil ekki af hverju þetta verk á að vera klassík.

Ég gef henni eina stjörnu fyrir leik Robert´s og Walken´s og hálfa fyrir að myndin hafi verið betri á sínum tíma. En þessi mynd eldist ekki vel og er vægast sagt mjög leiðinleg.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei