George Wendt, sem lék Norm í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttunum Staupasteini, eða Cheers, ásamt Ted Danson, Rhea Perlman, Woody Harrelson og fleiri góðum leikurum, var lagður með skyndi inn á spítala á sunnudaginn, eftir að hann fékk verk fyrir brjóstið.
Wendt er 64 ára gamall. Læknar segja að hann muni ná sér að fullu, að því er fram kemur á vef bandaríska blaðsins Chicago Sun Times.
Wendt hefur verið að leika í uppfærslu Northlight leikhússins í Chicago á The Odd Couple, en mun nú taka sér hlé frá hlutverkinu.

