Tían: Credit-listar

Það hefur margoft gerst fyrir mig þegar ég er að horfa á mynd með
einhverjum og síðan stingur hann/hún upp á því að spóla í gegnum
„stafina“ í byrjuninni með þeim rökum að þeir hafa ekkert með sjálfa
myndina að gera.

Þessu er ég nett ósammála, í flestum
tilfellum allavega. Málið er að „credit-arnir“ geta haft FULLT með
myndina að gera, og ætlunin með þeim er venjulega sú að koma þér inn í
þetta ákveðna „múd“ sem myndin sækist eftir. Svona credit-lista
„montage“ (þekki ekki íslenska orðið) er s.s. svona hálfgerð upphitun
fyrir restina af myndinni. Tónninn kemst strax til skila.

Annars
er líka stundum mjög þægilegt að hafa alls enga texta (The Dark Knight
til dæmis…), og maður fær ákveðið kick út úr því að vera bara beint
fleygður inn í tiltekna mynd. Auðvitað eru samt líka tilfelli þar sem
að titlarnir eru einfaldlega hvítir stafir á svörtum skjá og ekkert
meira. Það er voða stirt (nema þegar Tarantino gerir það). Alltof
margir leikstjórar átta sig ekki á því hvað það er mikilvægt að opna
mynd á grípandi máta. Woody Allen er t.d. einn af þeim sem hefur alltaf
þurra og óspennandi credit-lista. Hann er e.t.v. ástæðan af hverju menn
byrjuðu að venja sig á því að hraðspóla yfir textanna til að byrja með.

En núna langar mig að taka nokkur dæmi um myndir sem kunna að nota credit-lista af einhverju viti. Skoðum þetta.


.:10 BRJÁLÆÐISLEGA FLOTTIR BYRJUNAR CREDIT-LISTAR:.

(engin sérstök röð – nema stafrófs)

FIGHT CLUB

(vantar link)

Hversu svalt er það að David Fincher skuli eiga tvær myndir hérna?
Maðurinn kann að nýta rammana sína, alveg sama þótt að nöfn aðstandenda
séu á þeim.

Allavega… Fight Club. Gjöð-veik opnun! Dúndur tónlist og gríðarlega
„fökkt öpp“ og hraðskreiður fílingur. Gefur manni akkúrat þau merki um
það að þessi mynd verði mjög spes og gjörsamlega brjáluð.


– MARS ATTACKS!


Kannski ekkert alltof frábær mynd en byrjunin er klikkað skemmtileg. Reyndar eru ALLAR Tim Burton myndir með flotta credit-lista, ef út í það er farið.

MONTY PYTHON AND THE HOLY GRAIL


Ekki beint „flottur“ credit-listi, en æðislega skemmtilegur engu að
síður og akkúrat rétta leiðin til að byrja á eins steiktri og fyndinni
grínmynd og þessari. Gullmoli. Hlæ alltaf þegar mexíkanska lagið byrjar. Vantar meira svona.

THE NAKED GUN (allar)

Klassískt!
Alltaf hægt að horfa á myndirnar þrjár (sú þriðja er þó slökust) – en
þær eiga allar það sameiginlegt að hafa virkilega húmorísk intro. Það
er merki um góða grínmynd þegar hún leggur álíka mikið púður í að hafa
titlana fyndna og myndina sjálfa.

LORD OF WAR

http://www.youtube.com/watch?v=9d0d6qgsvTw (embed bannað)

Ég er ekki mikill aðdáandi myndarinnar, en þessir titlar eru hreint út
sagt frábærir. Þetta fyrstu-persónu angle sem helst allan tímann er
virkilega vel gert og myndi e.t.v. virka sem sjálfstæð stuttmynd ef
textarnir væru ekki fyrir. Gott lag líka. Ímyndið ykkur ef Bond-myndir
myndu byrja svona!

RESERVOIR DOGS

http://www.youtube.com/watch?v=lzMpH9jjo4w (embed bannað)

Þetta
er auðvitað löngu orðið sígillt og margoft er vitnað í þetta.
Töffaraskapur í hámarki… Takið samt eftir hvað sjálfur Quentin fittar
augljóslega ekki inn í töffarahópinn á meðal þeirra Michael Madsen,
Harvey Keitel, Tim Roth og co. Tónlistin er lífleg og fjandi „catchy.“
Tarantino hefur alltaf kunnað að byrja myndirnar sínar með stæl og í
raun ættu þær allar heima á þessum lista.


– SE7EN


Truflandi, vandað en umfram allt minnisstætt. Skotin eru sum alveg rosaleg.

– SIN CITY

Robert
Rodriguez kann heldur betur að gera flotta titla svo áhorfandanum
leiðist ekki, en Sin City intro-ið er alveg magnað. Það fylgir eftir
flottri og hálf ljóðrænni opnunarsenu og sprengir hátalarana með
meiriháttar theme-músík og flottum teikningum Millers.


– SUPERMAN: THE MOVIE

http://www.youtube.com/watch?v=1qHDWdGPomw (embed bannað)

Bryan
Singer er eflaust sammála mér þarna. Þessi mynd er einn gullmolinn úr
æsku minni og credit-listinn er ennþá í dag svo epískur og flottur.
Miðað við nútímastandard þættu þessir titlar alltof langir í dag. En
tónlistin gjörsamlega gerir það þess virði að sitja yfir fljúgandi
stöfum.


– WATCHMEN

http://www.youtube.com/watch?v=573XmVOdD2Q (embed bannað)

Ég
mana ykkur að segja mér að þetta sé ekki eitthvað það alflottasta
credit-montage sem hefur sést! Meira að segja þeir sem fíluðu ekki
myndina voru hrifnir af opnuninni. Bilaðslega flott frásagnaraðferð í
bland við stórkostlegt lag. Ég fæ líka þvílíkan hroll í hvert sinn sem
ég sé JFK morðið endurskapað á nánast fullkominn hátt.

BÓNUS:

– SNATCH

Ekki
beint creditlisti þar sem engin nöfn aðstandenda eru nefnd, heldur bara
nöfn persóna myndarinnar. Engu að síður, virkilega töff klipping, góð
tónlist og mjög sterk leið til að byggja upp létta krimmafílinginn.

– SPY HARD

Ógeðslega fyndið intro og flottur textinn á laginu. Annars glötuð mynd.

Hvaða byrjunar credit listar finnst þér vera flottastir?