Barist við seiðkarla og dreka

Ævintýramyndin Dungeons and Dragons: Honor Among Thieves, verður frumsýnd í dag, föstudaginn 31. mars í Sambíóum og í Smárabíó. Myndin byggir á borðspilinu vinsæla Dungeons and Dragons og víst er að fjölmargir aðdáendur þess bíði spenntir og fjölmenni í bíó.

Myndin segir frá heillandi þjófi og mislitum hópi ævintýramanna sem leggja af stað í leiðangur til að hafa upp á týndum fornminjum. Hlutirnir fara heldur betur úrskeiðis þegar hópurinn lendir í slagtogi við óvinveitta aðila.

Heillandi þjófur og mislitur hópur ævintýramanna heldur af stað í sögulega ferð til að endurheimta týndan helgigrip. En allt fer illilega úrskeiðis þegar þeir lenda upp á kant við óvinveitta aðila....

Hluti myndarinnar var tekinn upp hér á landi þar sem meðal annars má sjá eldgosinu í Geldingadölum bregða fyrir. Tökur fóru einnig fram á Norður-Írlandi.

Aðalhlutverkin eru í höndum Chris Pine, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í nýju Star Trek myndunum, og Michelle Rodriguez, sem lék meðal annars í Avatar og var í aðalhlutverki í myndunum Machete og Machete Kills. Stórstjarnan Hugh Grant er einnig í stóru hlutverki í myndinni þar sem hann fer fyrir glæpahópi.

Fjórða myndin

Þetta er fjórða bíómyndin sem byggir á borðspilinu en áður höfðu þrjár kvikmyndir komið út á árunum 2000–2012. Dungeons and Dragons: Honor Among Thieves tengist þó á engan hátt söguþræði fyrri mynda.

Dungeons and Dragons: Honor Among Thieves, var frumsýnd á South by Southwest hátíðinni í Texas í Bandaríkjunum föstudaginn 10. mars.

Aðalhlutverk: Chris Pine, Michelle Rodri guez, Regé-Jean Page, Justice Smith, Sophia Lillis og Hugh Grant Handrit: Michael Gilio, John Francis Daley og Chris McKay

Leikstjórn: John Francis Daley og Jonathan Goldstein

Greinin birtist fyrst í Kvikmyndum mánaðarins, sérriti Fréttablaðsins.