Aðsókn dróst saman um 23%

Heildaraðsóknartekjur í bíó drógust töluvert saman milli vikna um síðustu helgi, eða um 23%. Þær voru rúmar ellefu milljónir um síðustu helgi en fjórtán milljónir helgina á undan. Mögulega er skýringin sú að margir eru útúr bænum vegna vetrarfría.

Uncharted heldur sæti sínu auðveldlega á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans með fjórfalt meiri tekjur en myndin í öðru sæti, sem er Syngdu 2. Hún hefur nú verið hefur á listanum í tíu vikur samfleytt!

Nýju myndirnar, Dog, Klandri, Hanahérinn og myrkrahamsturinn og Studio 66 náðu því miður ekki að gera usla á toppnum að þessu sinni.

Sjáðu aðsóknartölurnar hér fyrir neðan: