Christopher Plummer látinn

Kanadíski stórleik­ar­inn Christoph­er Plum­mer er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést í morgun á heimili sínu í Connecticut í Bandaríkjunum en það var fjölskylda hans sem tilkynnti andlátið og sagði hann hafa kvatt heiminn friðsamlega. Leikarinn var giftur leikkonunni Elaine Taylor í 53 ár og er dóttir þeirra leikkonan Amanda Plummer.

Plummer átti langan og glæsilegan feril á sviði og í kvikmyndum og birtist fyrst á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Stage Struck frá árinu 1958. Hann heillaði síðar heim­inn árið 1965 sem herra Von Trapp, fjöl­skyldufaðir­inn í söngleiknum The Sound of Music.

Á meðal annarra kvikmynda má nefna Return of the Pink Panther, Twelve Monkeys, The Insider, The Imaginarium of Doctor Parnassus, The Last Station, The Man Who Would Be King og Knives Out.

Leikarinn var þrisvar sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna og vann verðlaunin í eitt skiptið, 82 ára að aldri, fyrir kvikmyndina Beginners árið 2012. Áður hafði hann verið tilnefndur fyrir frammistöðu sína í The Last Station og All the Money in the World.

The Sound of Music (1965)

The Imaginarium of Doctor Parnassus (2009)

The Last Station (2009)

Beginners (2012)

Stikk: