10 vinsælustu fréttir ársins 2018 á kvikmyndir.is

Við áramót er við hæfi að líta til baka á það sem hæst bar á síðasta ári. Hér á kvikmyndir.is skrifuðum við hátt í 400 fréttir og greinar af ýmsum toga, einkum um kvikmyndir, en einstaka frétt um sjónvarpsþætti og tengda hluti.  Af listanum má sjá að lesendur vefjarins kunna vel að meta kvikmyndagagnrýni, þar sem fimm af vinsælustu fréttunum/greinunum eru af því tagi, en vinsælasta fréttin er hinsvegar um bandarískan leikara sem er í uppáhaldi hjá mörgum.

Hér fyrir neðan eru 10 vinsælustu fréttirnar á árinu 2018 í réttri röð:

  1. Cage að hætta kvikmyndaleik
  2. Lof mér að falla í fyrsta kvikmyndir.is hlaðvarpinu
  3. Willis í fínu formi í ágætist B-mynd
  4. Flott og svöl en vantar herslumuninn
  5. Bestu og vinsælustu myndir ársins
  6. Hálfnuð barátta í mögnuðu ofurhetjuævintýri
  7. Íslenskir sjónvarpsþættir vetrarins
  8. Hart grínast með fötlun Cranston í Intouchables endurgerðinni
  9. Fín viðbót í hlaðinn ofurhetjuheim
  10. Orðljóta ofurhetjan snýr aftur