Skóreimar á fyrsta plakati fyrir Patriots Day

Fyrsta plakatið er komið út fyrir nýjustu mynd bandaríska leikarans Mark Wahlberg og leikstjórans Peter Berg, Patriots Day, en þeir félagar vinna einnig saman í annarri nýrri mynd, Deepwater Horizon, sem væntanleg er í bíó hér á landi 30. september.

Plakatið er í raun eins og fáni, búinn til úr skóreimum.

Patriots Day er væntanleg í bíó eftir áramót, og fjallar um hryðjuverkaárásina í Boston maraþonhlaupinu árið 2013.

Fókusinn er á lögreglustjórann Tommy Saunders, sem er skáldaður, settur saman úr nokkrum raunverulegum persónum úr lögreglunni í Boston, eins og það er orðað í frétt Empire.

Í myndinni er fjallað um atburðina í aðdraganda árásarinnar og svo þegar lögreglan var búin að finna út hverjir frömdu árásina, bræðurnir Tamerlan og Dzhokhar Tsarnaev, og umfangsmikla leitina að þeim í kjölfarið, sem endaði með því að annar árásarmannanna, Tamarlan, dó, en hinn var fangelsaður, og dæmdur til dauða.

Aðrir helstu leikarar eru J.K. Simmons, John Goodman, Melissa Benoist, Michelle Monaghan og Kevin Bacon.

Handrit skrifaði Bridge of Spies höfundurinn Matt Charman.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

plakat