Potter-maraþon: Philosopher’s Stone

Þið hafið líklegast heyrt um bókaklúbb, þar sem ákveðinn hópur tekur sömu bókina fyrir og í sameiningu segja allir sína skoðun um hana. Ja, hér inná Kvikmyndir.is er aldrei nokkurn tímann minnst á bækur nema í samhengi bíómynda sem eru byggðar á slíkum (í flestum tilfellum a.m.k.).

Annars þykir mér það nokkuð viðeigandi – í ljósi þess að við munum halda tröllvaxna forsýningu á Deathly Hallows – að vefurinn taki smá ímyndað Harry Potter-maraþon þar sem hver mynd er tekin fyrir daglega upp að degi forsýningarinnar (sennilegast til að tryggja það að allir verði límdir fastir við þessa seríu andlega þegar þeir loksins kveðja hana). Ég vel handahófskennda umfjöllun frá einhverjum notenda og mér þætti einstaklega vænt um það að sjá ykkur notendur segja ykkar skoðanir á kommentsvæðinu – meira að segja nokkuð ítarlega ef þið viljið. Gaman að fá svona smá almenningsálit á öllum myndunum frá fólki áður en allir fara síðan að segja hvað þeim fannst um nýjustu myndina (ójá, við munum spyrja!).
Enginn svakalegur tilgangur með þessu nema bara til að fá smá spjall í gang á meðal manna. Og jú að sjálfsögðu til að gera út af við ykkur af spennu…

Byrjum að sjálfsögðu á byrjuninni. Verið svo með í stað þess að vera einhver rotnandi fúlegg 😉

ÁR #1: HARRY POTTER AND THE PHILOSOPHER’S STONE
(eða Sorcerer’s Stone – eins og kanarnir kalla hana)

IMDB einkunn: 7,2
RottenTomatoes prósenta: 80%
Ebert (æ, hví ekki?): 4/4 (!)

Umfjöllun – skrifuð af Jónasi Haukssyni, þann 17. janúar 2011.

Eftir að hafa séð The Deathly Hallows: Part 1 ákvað að ég að taka bækurnar og myndirnar aftur í gegn og dæma myndirnar algjörlega eftir hvernig þær eru sem kvikmyndir en ekki hvernig þær eru samanborið við bækurnar.

Þegar ég sá þessa mynd á 11. árinu mínu elskaði ég hana og taldi hana í mörg ár vera sú besta með Chamber Of Secrets. En eftir að hafa horft á hana aftur eftir dágóðan tíma hefur hún dregist smávegis niður í áliti hjá mér, þrátt fyrir að hafa marga kosti. Ég tók bara eftir fleiri göllum í þetta sinn.

Það eru nokkrir hlutir sem ég algjörlega elska við þessa mynd. Útlit myndarinnar (sem að mínu mati er jafn gott og Lord of the Rings-myndirnar) og tónlistin setja ótrúlega (afsakið pönnið) töfrandi andrúmsloft og sjarma við myndina. Á meðan tónlistin er alltaf jafngóð (enda samin af John Williams) þá er smávegis tækni í myndinni sem hefur elst, samt ekkert rosalega mikið. Leikstjórinn Chris Columbus virkilega nær að búa til heim sem maður nær að sökkva sér inn í strax og maður kynnist honum. Söguþráðurinn er alveg jafn dularfullur og í bókinni og mér líkar við að það koma nokkrum sinnum skot sem sýna hver er í alvörunni á bak við hann, þó eingöngu þeir sem hafa lesið bókina ættu að taka eftir því. Leikaravalið er mjög flott. Jafnvel þótt margir gera lítið fyrir hlutverkið nema að vera sjáanleg og leika það þá eru nokkrir sem gera sitt við hlutverkið, þá allavega Alan Rickman, Robbie Coltrane, Richard Harris og Ian Hurt.

Aðalleikararnir þrír eru misgóðir. Rupert Grint stóð sig mjög vel, sérstaklega miðað við að hann í kringum 12 ára þegar myndin var gerð, og hefur alltaf staðið sig best af þeim þremur. Daniel Radcliffe er í lagi, en það eru mörg atriði sem hefðu getað verið betur leikin og mér fannst hann opna augun og munnin aðeins of oft. Emma Watson bætti leikinn sinn eftir því sem leið á myndina og það böggaði mig HRÆÐILEGA hvernig munnurinn hennar var næstum allan tímann. Það er eins og hún er að reyna að vera rosalega skýrmælt, en þetta kemur ekki vel út.

Myndin er kannski ekkert rosalega alvarleg en bæði bækurnar og myndirnar þróast með áhorfandanum og verða alvarlegri (og nær alltaf myrkari) með hverri mynd og það koma fyrir ágætlega óhugnandi atriðið (þarf ég að minnast á meira en „andlitið“ í klæmaxinu) þannig að það er skiljanlegt að myndin sé miklu meiri fjölskyldumynd frekar en hvernig þær enda. Flæðið er líka sérkennilega gott og er nær ekkert langdregin.
Handritið og hversu lík myndin er bókinni er bæði kostur og galli. Það er auðvitað frábært að sjá hversu trú myndin er bókinni en á sama tíma veit maður nákvæmlega hvað á eftir að gerast (en allar myndirnar einkennast af þessu fyrir mig nær allan tímann, enda stór aðdáðandi. Ég lít samt ekki á þetta sem alvarlegan galla). Síðan er líka leiðinlegt að sjá að myndirnar byrjuðu mjög trú bókunum en fóru að endanum að taka mörg atriði svo að myndin væri í hæfilegri lengd, en þetta hefur pirrað marga (þar að auki mig, á tímabili). Síðan var líka leiðinlegt að það var sleppt á minnast á hver gaf Harry huliðskikkjuna.

Maður kemst vel inn í heiminn, karakterarnir eru skemmtilegir, hún er metnaðarfull, ágætlega spennumikil og mjög sjarmerandi.

8/10

Þá spyr ég: Hvað finnst YKKUR um myndina og hvaða einkunn myndi hún fá?

T.V.

Potter-maraþon: Philosopher's Stone

Þið hafið líklegast heyrt um bókaklúbb, þar sem ákveðinn hópur tekur sömu bókina fyrir og í sameiningu segja allir sína skoðun um hana. Ja, hér inná Kvikmyndir.is er aldrei nokkurn tímann minnst á bækur nema í samhengi bíómynda sem eru byggðar á slíkum (í flestum tilfellum a.m.k.).

Annars þykir mér það nokkuð viðeigandi – í ljósi þess að við munum halda tröllvaxna forsýningu á Deathly Hallows – að vefurinn taki smá ímyndað Harry Potter-maraþon þar sem hver mynd er tekin fyrir daglega upp að degi forsýningarinnar (sennilegast til að tryggja það að allir verði límdir fastir við þessa seríu andlega þegar þeir loksins kveðja hana). Ég vel handahófskennda umfjöllun frá einhverjum notenda og mér þætti einstaklega vænt um það að sjá ykkur notendur segja ykkar skoðanir á kommentsvæðinu – meira að segja nokkuð ítarlega ef þið viljið. Gaman að fá svona smá almenningsálit á öllum myndunum frá fólki áður en allir fara síðan að segja hvað þeim fannst um nýjustu myndina (ójá, við munum spyrja!).
Enginn svakalegur tilgangur með þessu nema bara til að fá smá spjall í gang á meðal manna. Og jú að sjálfsögðu til að gera út af við ykkur af spennu…

Byrjum að sjálfsögðu á byrjuninni. Verið svo með í stað þess að vera einhver rotnandi fúlegg 😉

ÁR #1: HARRY POTTER AND THE PHILOSOPHER’S STONE
(eða Sorcerer’s Stone – eins og kanarnir kalla hana)

IMDB einkunn: 7,2
RottenTomatoes prósenta: 80%
Ebert (æ, hví ekki?): 4/4 (!)

Umfjöllun – skrifuð af Jónasi Haukssyni, þann 17. janúar 2011.

Eftir að hafa séð The Deathly Hallows: Part 1 ákvað að ég að taka bækurnar og myndirnar aftur í gegn og dæma myndirnar algjörlega eftir hvernig þær eru sem kvikmyndir en ekki hvernig þær eru samanborið við bækurnar.

Þegar ég sá þessa mynd á 11. árinu mínu elskaði ég hana og taldi hana í mörg ár vera sú besta með Chamber Of Secrets. En eftir að hafa horft á hana aftur eftir dágóðan tíma hefur hún dregist smávegis niður í áliti hjá mér, þrátt fyrir að hafa marga kosti. Ég tók bara eftir fleiri göllum í þetta sinn.

Það eru nokkrir hlutir sem ég algjörlega elska við þessa mynd. Útlit myndarinnar (sem að mínu mati er jafn gott og Lord of the Rings-myndirnar) og tónlistin setja ótrúlega (afsakið pönnið) töfrandi andrúmsloft og sjarma við myndina. Á meðan tónlistin er alltaf jafngóð (enda samin af John Williams) þá er smávegis tækni í myndinni sem hefur elst, samt ekkert rosalega mikið. Leikstjórinn Chris Columbus virkilega nær að búa til heim sem maður nær að sökkva sér inn í strax og maður kynnist honum. Söguþráðurinn er alveg jafn dularfullur og í bókinni og mér líkar við að það koma nokkrum sinnum skot sem sýna hver er í alvörunni á bak við hann, þó eingöngu þeir sem hafa lesið bókina ættu að taka eftir því. Leikaravalið er mjög flott. Jafnvel þótt margir gera lítið fyrir hlutverkið nema að vera sjáanleg og leika það þá eru nokkrir sem gera sitt við hlutverkið, þá allavega Alan Rickman, Robbie Coltrane, Richard Harris og Ian Hurt.

Aðalleikararnir þrír eru misgóðir. Rupert Grint stóð sig mjög vel, sérstaklega miðað við að hann í kringum 12 ára þegar myndin var gerð, og hefur alltaf staðið sig best af þeim þremur. Daniel Radcliffe er í lagi, en það eru mörg atriði sem hefðu getað verið betur leikin og mér fannst hann opna augun og munnin aðeins of oft. Emma Watson bætti leikinn sinn eftir því sem leið á myndina og það böggaði mig HRÆÐILEGA hvernig munnurinn hennar var næstum allan tímann. Það er eins og hún er að reyna að vera rosalega skýrmælt, en þetta kemur ekki vel út.

Myndin er kannski ekkert rosalega alvarleg en bæði bækurnar og myndirnar þróast með áhorfandanum og verða alvarlegri (og nær alltaf myrkari) með hverri mynd og það koma fyrir ágætlega óhugnandi atriðið (þarf ég að minnast á meira en „andlitið“ í klæmaxinu) þannig að það er skiljanlegt að myndin sé miklu meiri fjölskyldumynd frekar en hvernig þær enda. Flæðið er líka sérkennilega gott og er nær ekkert langdregin.
Handritið og hversu lík myndin er bókinni er bæði kostur og galli. Það er auðvitað frábært að sjá hversu trú myndin er bókinni en á sama tíma veit maður nákvæmlega hvað á eftir að gerast (en allar myndirnar einkennast af þessu fyrir mig nær allan tímann, enda stór aðdáðandi. Ég lít samt ekki á þetta sem alvarlegan galla). Síðan er líka leiðinlegt að sjá að myndirnar byrjuðu mjög trú bókunum en fóru að endanum að taka mörg atriði svo að myndin væri í hæfilegri lengd, en þetta hefur pirrað marga (þar að auki mig, á tímabili). Síðan var líka leiðinlegt að það var sleppt á minnast á hver gaf Harry huliðskikkjuna.

Maður kemst vel inn í heiminn, karakterarnir eru skemmtilegir, hún er metnaðarfull, ágætlega spennumikil og mjög sjarmerandi.

8/10

Þá spyr ég: Hvað finnst YKKUR um myndina og hvaða einkunn myndi hún fá?

T.V.