Stjarna „Body Snatchers“ látin

Bandaríski leikarinn Kevin McCarthy, sem lék aðalhlutverkið í hinni sígildu hryllingsmynd The Invasion of the Body Snatchers, frá árinu 1956, er látinn 96 ára að aldri.
McCarthy lék í mörgum kvikmyndum, leikritum og sjónvarpsþáttum og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndaútgáfu af verki Arthur Miller, Sölumaður deyr.
Frægastur varð hann þó fyrir frammstöðu sína í hlutverki læknis sem reynrir að vara þorpsbúa við hættulegum gestum utan úr geimnum í Invasion of the Body Snatchers.
Myndin var árið 2008 valin af The American Film Institute sem ein af 10 bestu vísindaskáldsögumyndum allra tíma, og fékk stað í kvikmyndadeild bókasafns bandaríska þingsins, vegna mikilvægis síns.
Myndin, sem leikstýrt var af Don Siegel, er af mörgum sérfræðingum talin vera myndlíking fyrir þá ógn sem mönnum á þeim tíma sem myndin var gerð, þótti stafa af kommúnisma.
Í myndinni er sagt frá því þegar íbúar í bæ í Kaliforníu breytast kerfisbundið í tilfinningalaus freiðrandi geimverulindýr.
McCarthy, í frægustu senu myndarinnar, hleypur í ofboði inn í miðja bílaumferð, og hrópar: „Þeir eru ekki mennskir“ og síðar „Þú ert næstur“.
Aðrir leikarar í myndinni eru m.a. Dana Wynter, King Donovan og Carolyn Jones. McCarthy kom stuttlega fyrir í endurgerð myndarinnar frá árinu 1978 með Donald Sutherland í aðalhlutverkinu.

Hér er trailerinn:

Stjarna "Body Snatchers" látin

Bandaríski leikarinn Kevin McCarthy, sem lék aðalhlutverkið í hinni sígildu hryllingsmynd The Invasion of the Body Snatchers, frá árinu 1956, er látinn 96 ára að aldri.
McCarthy lék í mörgum kvikmyndum, leikritum og sjónvarpsþáttum og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndaútgáfu af verki Arthur Miller, Sölumaður deyr.
Frægastur varð hann þó fyrir frammstöðu sína í hlutverki læknis sem reynrir að vara þorpsbúa við hættulegum gestum utan úr geimnum í Invasion of the Body Snatchers.
Myndin var árið 2008 valin af The American Film Institute sem ein af 10 bestu vísindaskáldsögumyndum allra tíma, og fékk stað í kvikmyndadeild bókasafns bandaríska þingsins, vegna mikilvægis síns.
Myndin, sem leikstýrt var af Don Siegel, er af mörgum sérfræðingum talin vera myndlíking fyrir þá ógn sem mönnum á þeim tíma sem myndin var gerð, þótti stafa af kommúnisma.
Í myndinni er sagt frá því þegar íbúar í bæ í Kaliforníu breytast kerfisbundið í tilfinningalaus freiðrandi geimverulindýr.
McCarthy, í frægustu senu myndarinnar, hleypur í ofboði inn í miðja bílaumferð, og hrópar: „Þeir eru ekki mennskir“ og síðar „Þú ert næstur“.
Aðrir leikarar í myndinni eru m.a. Dana Wynter, King Donovan og Carolyn Jones. McCarthy kom stuttlega fyrir í endurgerð myndarinnar frá árinu 1978 með Donald Sutherland í aðalhlutverkinu.

Hér er trailerinn: