Twilight efst, en þó minni en „New Moon“

The Twilight Saga: Eclipse, nýjasta myndin í Twilight Vampíru – ástarsögunni, fór örugglega í efsta sæti aðsóknarlistans í Bandaríkjunum um helgina en gekk þó ekki eins vel í miðasölunni í Bandaríkjunum eins og Twilight myndin þar á undan, „New Moon“, þegar sú mynd var frumsýnd í nóvember í fyrra. Alls seldust nú miðar fyrir 162 milljónir Bandaríkjadala fyrstu fimm dagana sem myndin var sýnd í Bandaríkjunum og Kanada en til samanburðar þénaði „New Moon“ 165 milljónir dollara á sama tímabili.

Um heim allan þénaði myndin alls 262 milljónir dala, en hún var frumsýnd í 42 löndum um helgina. Myndin verður frumsýnd í 22 löndum til viðbótar um næstu helgi, þar á meðal í Bretlandi og Frakklandi.

Tekjur myndarinnar eru þó mjög háar eins og sést á því að myndin sem kom næst í aðsókn í Bandaríkjunum, The Last Airbender,eftir M. Night Shyamalan, þénaði 40,65 milljóinr dala. Sú mynd kom þó á óvart enda höfðu gagnrýnendur hakkað hana í sig. Myndin fékk meira að segja verri útreið hjá gagnrýnendum en Adam Sandler myndin Grown Ups, og er þá mikið sagt.

Twilight efst, en þó minni en "New Moon"

The Twilight Saga: Eclipse, nýjasta myndin í Twilight Vampíru – ástarsögunni, fór örugglega í efsta sæti aðsóknarlistans í Bandaríkjunum um helgina en gekk þó ekki eins vel í miðasölunni í Bandaríkjunum eins og Twilight myndin þar á undan, „New Moon“, þegar sú mynd var frumsýnd í nóvember í fyrra. Alls seldust nú miðar fyrir 162 milljónir Bandaríkjadala fyrstu fimm dagana sem myndin var sýnd í Bandaríkjunum og Kanada en til samanburðar þénaði „New Moon“ 165 milljónir dollara á sama tímabili.

Um heim allan þénaði myndin alls 262 milljónir dala, en hún var frumsýnd í 42 löndum um helgina. Myndin verður frumsýnd í 22 löndum til viðbótar um næstu helgi, þar á meðal í Bretlandi og Frakklandi.

Tekjur myndarinnar eru þó mjög háar eins og sést á því að myndin sem kom næst í aðsókn í Bandaríkjunum, The Last Airbender,eftir M. Night Shyamalan, þénaði 40,65 milljóinr dala. Sú mynd kom þó á óvart enda höfðu gagnrýnendur hakkað hana í sig. Myndin fékk meira að segja verri útreið hjá gagnrýnendum en Adam Sandler myndin Grown Ups, og er þá mikið sagt.