Sheen í ferfaldri hjartaaðgerð

Kvikmyndaleikarinn Martin Sheen er nú að jafna sig á sjúkrahúsi eftir að hafa undirgengist fjórfalda hjartaaðgerð ( quadruple bypass surgery ) að því er sonur hans Emilio Estevez tilkynnti á Twitter í vikunni.

martin sheen

Estevez lýsti aðgerðinni, sem snerist um að beina blóðflæði til hjartans, sem „mjög vel heppnaðri“ og býst við að hinn 75 ára gamli faðir hans verði kominn heim fyrir jól.

„Sú ákvörðun að skera hann upp var í forvarnarskyni, en ekki neyðaraðgerð,“ sagði Estevez á Facebook. 

Estevez tísti síðan mynd af Sheen á spítalanum með hjartalaga púða, með þumalinn á lofti:

Sheen á sér langa sögu af hjartavandamálum: hann fékk hjartaáfall fyrir fertugt, þegar hann var á tökustað Apocalypse Now.

Leikarinn hefur starfað í Hollywood í nærri 60 ár og er fyrir mörgum, best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Josiah Bartlet Bandaríkjaforseti í sjónvarpsþáttunum The West Wing.

Sem stendur leikur hann í Netflix þáttunum Grace and Frankie, þar sem hann leikur skilnaðarlögfræðing sem fer frá eiginkonu sinni til að hefja samband við karlmann.

Netflix samþykkti í síðustu viku að hefja framleiðslu þriðju þáttaraðar þáttanna.

Estevez sagði að á Facebook að faðir hans myndi „verða 100%“ þegar hann snýr aftur til starfa til að leika í þáttaröðinni, snemma á næsta ári.