Borgríki 2 á toppnum

Borgriki2_Poster_sSpennumyndin Borgríki 2 – Blóð hraustra manna trónir á toppi vinsældarlista helgarinnar yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins.

Myndin fjallar um Hannes, metnaðarfullan lögreglumann, sem lendir á hálum ís þegar hann hefur rannsókn á yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar eftir ábendingu frá fyrrverandi glæpaforingja sem situr inni.Með helstu hlutverk í myndinni fara Ingvar Eggert Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Sigurður Sigurjónsson, Zlatko Krickic, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Darri Ingólfsson.

Í öðru sæti listans situr nýjasta kvikmynd David Fincher, Gone Girl, en hún sat á toppi listans helgina áður. Það er Óskarsverðlaunahafinn, leikstjórinn, leikarinn og handritshöfundurinn Ben Affleck sem leikur aðalhlutverkið í myndinni. Affleck fer með hlutverk eiginmanns konu sem hverfur daginn sem þau eiga fimm ára brúðkaupsafmæli, og allt bendir til að hann hafi myrt hana.

Teiknimyndin Kassatröllin kemur rétt á eftir í þriðja sæti. Myndin fjallar um hinn sérvitra Eggs sem er munaðarlaus drengur sem hefur verið alinn upp af vingjarnlegum tröllum sem búa í helli og njóta þess að safna rusli. Þessi svokölluðu ‘Kassatröll’ eru eina fjölskyldan sem Eggs á sér að og flækjast þar af leiðandi málin óskaplega þegar illur meindýraeyðir að nafni Archibald Snatcher kemst að tilvist þeirra og ákveður að ganga frá þeim í eitt skipti fyrir öll. Er þá undir drengnum komið að hjálpa fjölskyldu sinni hvað sem það kostar.

Screen Shot 2014-10-20 at 12.37.59 PM