Skopstæla Sergio Leone

Framleiðslufyrirtækið Flying Bus eru duglegir að senda frá sér stuttmyndir þar sem þeir skopstæla kvikmyndir frá ýmsum tímabilum kvikmyndasögunnar.

El Desierto Espanol-Poster 2

Fyrir nokkru sendu þeir frá sér myndina Ítalskt Kaffi, sem var skopstæling á kvikmyndum á borð við The Goodfather. Myndin vakti mikla lukku meðal notenda síðunnar og er því tilvalið að sýna frá nýjasta verki þeirra. Í þetta skiptið fáum við að sjá skopstælingu á verkum Sergio Leone og heitir myndin Spænskir Sandar.

Með aðalhlutverk fara þeir Matthías H. Ólafsson, Heimir S. Sveinsson og Arnór Elís Kristjánsson. Myndinni er leikstýrt af Knúti H. Ólafssyni.

Í myndinni er hið klassíska einvígi í eyðimörkinni tekið fyrir, en þegar óvæntur aðili skerst í leikinn, hvað gerist þá?