Mars kemur í Mars – Fyrsta stikla

Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Veronica Mars er komin út, en myndin er gerð eftir samnefndum spæjaraþáttum sem fjölluðu um unga spæjarann Veronica Mars, en þættirnir hafa náð ákveðnum költ status í gegnum árin.

veronicamars-620x400

Í myndinni er Mars orðin fullorðin og orðin lögfræðingur í New York borg í Bandaríkjunum. Hún þarf þó að taka aftur upp fyrri iðju sem spæjari þegar gamli kærastinn hennar í bænum Neptuna, er sakaður um morð.

Myndin er sérstök að því leyti að hún er að hluta fjármögnuð í gegnum samfélagsmiðla þar sem aðalleikari myndarinnar Kristen Bell og upphafsmaður þáttanna Rob Thomas, buðu almenningi að leggja fé í framleiðslu myndarinnar í gegnum fjáröflunarsíðuna Kickstarter. Tvær milljónir Bandaríkjadala söfnuðust þannig á fyrsta degi söfnunarinnar, sem var nóg til að fá grænt ljós hjá kvikmyndarisanum Warner Bros.

Aðrir leikarar úr þáttunum eins og Enrico Colantoni, Ryan Hansen og Jason Dohring mæta öll aftur til leiks ásamt nýliðum eins og Jerry O’Connell og Jamie Lee Curtis.

Myndin kemur í bíó 14. mars nk.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: