Herkúlesarnir takast á 2014

Hercules-3D-Kellan-LutzÞað lítur út fyrir að Herkúlesarnir báðir, sem reyndar er sama goðsögulega persónan, eigi eftir að takast á í miðasölunni á næsta ári, um það hver trekkir að fleiri áhorfendur í bíó!

Í gær tilkynnti framleiðslufyrirtækið Lionsgate að það hefði keypt dreifingarréttinn á myndinni Hercules: The Legend Begins og að myndin yrði frumsýnd 7. febrúar nk., fimm mánuðum á undan Hercules mynd Dwayne Johnson.

Þetta er ekki ósvipað og gerðist á þessu ári þegar tvær myndir sem fjölluðu um hryðjuverkaárás á Hvíta húsið í Washington í Bandaríkjunum voru sýndar, en fyrri myndin til að verða frumsýnd var Olympus Has Fallen, sem frumsýnd var í mars, og þremur mánuðum síðar kom hin myndin í bíó, White House Down.

Báðar myndir hlutu góða aðsókn. Olympus þénaði 98 milljónir Bandaríkjadala í Bandaríkjunum, og 161 utan Bandaríkjanna, en White House Down þénaði 73 milljónir dala í Bandaríkjunum og 205 milljónir dala utan Bandaríkjanna.

dwayne johnsonHercules: The Legend Begins er leikstýrt af gamla spennukónginum Renny Harlin og verður sýnd um öll Bandaríkin bæði í tví- og þrívídd.

Scott Adkins, Liam Garrigan, Johnathon Schaech, Roxanne McKee og Rade Serbedzija leika í myndinni á móti Twilight leikaranum Kellan Lutz sem leikur hetjuna sjálfa.

Mynd Dwayne Johnson Hercules, er síðan leikstýrt af Brett Ratner.

Myndin sú verður frumsýnd 25. júlí nk.

Aðrir helstu leikarar í Hercules eru Joseph Fiennes, Ian McShane, Rufus Sewell, Ian McShane, Rufus Sewell, Rebecca Ferguson, Aksel Hennie og John Hurt.