Töfrar á toppnum

Töframennirnir í Now You See Me eru vinsælasta DVD/Blu-ray vídeómyndin á Íslandi í dag, en myndin kemur ný inn á lista í toppsætið.

NOW YOU SEE ME

Myndin fjallar um hóp eitursnjallra töframanna sem fremur magnað bankarán í miðri sýningu og dreifir ránsfengnum til áhorfenda. Hvernig var þetta gert? Þau Michael, Jack, Merritt og Henley eru töframenn sem hafa myndað töfragengið The Four Horsemen og sett á svið magnaða sýningu í Vegas sem fær áhorfendur til að standa á öndinni. Í lok atriðisins tilkynna þau agndofa áhorfendum að nú muni þau fremja bankarán í Evrópu og ekki nóg með það heldur ætla þau að láta áhorfendur njóta peningana sem skömmu síðar tekur hreinlega að rigna yfir salinn. FBI-lögreglumanninum Dylan Hobbs er falið að rannsaka málið en hann rekur sig strax á veggi því honum er gjörsamlega ómögulegt að skilja, og því síður sanna, hvernig fjórmenningarnir sem staddir voru í Las Vegas og fyrir allra augum gætu hafa framið bankarán á sama tíma í annarri heimsálfu. En hér er auðvitað ekki allt sem sýnist …

Í öðru sæti listans eru æringjarnir í Hangover 3, en þeir voru á toppnum í síðustu viku. Í þriðja sæti er svo ný mynd, Hummingbird, með engum öðrum en Jason Statham í aðalhlutverkinu.  Í fjórða sæti er önnur gömul toppmynd, Dead Man Down og sömuleiðis er gömul toppmynd í fimmta sætinu, Olympus has Fallen, sem er búin að vera í einar 7 vikur á lista.

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru nýjar á DVD og Blu-ray og hvað er væntanlegt. 

Smelltu hér til að lesa DVD blað Mynda mánaðarins. 

Hér fyrir neðan eru svo 20 vinsælustu myndir landsins á vídeó:

listinn

 

asf