Transformers 4 fær nafn og plakat

Kvikmyndafyrirtækið Paramount tilkynnti nú rétt í þessu að fjórða Transformers myndin, sem er með Mark Wahlberg í fyrsta skipti í aðalhlutverkinu, í stað Shia LaBeouf sem lék aðalhlutverkið í fyrstu þremur myndunum, muni heita Transformers: Age of Extinction. 

Fyrsta myndin, sem kom út árið 2007 hét bara Transformers, árið 2009 kom Transformers: Revenge of the Fallen og árið 2011 kom Transformers: Dark of the Moon.

Einnig setti fyrirtækið fyrsta plakatið inn á Facebook síðu sína, og má sjá það hér fyrir neðan, smelltu til að sjá það stærra:

transformers4-teaserposter-gs-jpg_213951

Þessi fjórða Transformers mynd segir frá kraftmiklum hópi snjallra athafna – og vísindamanna sem ætla að reyna að draga lærdóm af fyrri árásum utan úr geimnum og reyna á mörk tækninnar á sama tíma og ævafornt og kröftugt Transformers illmenni veldur skelfingu á Jörðinni.

Transformers: Age of Extinction kemur í bíó 27. júní, 2014.