Christina Hendricks fækkar fötum í nýrri mynd

christinaLeikkonan Christina Hendricks, sem best er þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Mad Men, mun fara með hlutverk fatafellu í nýjustu mynd leikstjórans Gilles Paquet-Brenner, Dark Places.

Kvikmyndin er nú þegar þakin stjörnum og má þar nefna Charlize Theron, Chloe Moretz, Corey Stoll, Nicholas Hoult og Andrea Roth.

Dark Places fjallar um konu að nafni Libby Day, sem er leikin af Theron, hún ásakar bróðir sinn að hafa myrt fjölskyldu sína er hún var barn, hún jafnvel talar á móti honum í réttarsal. 25 árum síðar fara málin að flækjast er það koma nýjar sannanir í málið.

Hlutverk Hendricks, Krissi, er lýst sem óreglulegri fatafellu sem í fortíðinni ásakaði bróður Libby um morðið, og er sú eina sem veit nákvæmlega hvað gerðist þennan örlagaríka dag sem foreldrarnir voru myrtir.

Hendricks er annars byrjuð að huga meira að kvikmyndaferlinum því Mad Men-þáttunum mun ljúka innan árs.

Dark Places verður frumsýnd á næsta ári.