Newton-John í áfalli vegna sjálfsmorðs

oliviaEins og við sögðum frá fyrr í vikunni þá fannst maður látinn á heimili söng -og leikkonunnar Olivia Newton-John í Flórída, en samkvæmt fregnum þá var um að ræða verktaka sem vann við húseignina, og mun hann hafa framið sjálfsmorð með byssu.

Olivia Newton-John er þekktust fyrir hlutverk sitt í söngvamyndini Grease þar sem hún lék á móti John Travolta.

Sá látni heitir Christopher Pariseleti, 41 árs, eigandi Pariseleti Construction byggingarfyrirtækisins, að því er lögreglan sagði fjölmiðlum.

Í yfirlýsingu frá Newton-John og eiginmanni hennar segjast þau vera „í áfalli“ yfir dauðsfallinu á heimili þeirra nálægt Palm Beach.

Verkamaður sást að sögn grátandi við húsið eftir skotið, á hádegi á mánudaginn síðasta.

Ástralska stjarnan, og eiginmaður hennar, John Easterling, voru ekki heima þegar atvikið gerðist, að sögn lögreglu.

Lögreglan sagði ABC News fréttastofunni að dauðsfallið hefði verið skilgreint sem sjálfsmorð, og það væru „ekkert grunsamlegt á ferðinni.“