Yfirgefur konu og börn og fer til Írans – Ný stikla og plakat

Ný stikla er komin fyrir nýjustu mynd íranska leikstjórans Asghar Farhadi, The Past, en Farhadi gerði síðast Óskarsverðlaunamyndina A Separation. 

Í aðalhlutverkum myndarinnar eru aðalleikkona annarrar Óskarsverðlaunamyndar, The ArtistBérénice Bejo, og aðalleikari myndarinnar A Prophet, Tahar Rahim. 

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan.

Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí nk.

The Past fjallar um íranskan mann sem hefur átt í erfiðleikum í hjónabandinu með franskri eiginkonu sinni. Hann yfirgefur konuna og tvö börn til að fara aftur heim til Írans. Í millitíðinni þá er eiginkona hans í sambandi við franskan mann og skrifar því eiginmanni sínum og biður um skilnað, sem neyðir manninn til að snúa aftur til Frakklands, aðeins til að sjá nýja manninn inni á heimili sínu með börnunum.

Nýtt plakat er einnig komið fyrir myndina og má sjá það hér fyrir neðan: