Charles Durning er látinn

Hinn þekkti karakter-leikari, Charles Durning, er látinn, 89 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í New York í Bandaríkjunum.

Durning lék í myndum eins og The Sting og Tootsie og nú síðustu árin lék hann föður Denis Leary í slökkviliðsþáttunum Rescue me.

Durning hlaut tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í hlutverki spillts ríkisstjóra The Best Little Whorehouse In Texas og fyrir leik sinn í hlutverki Nasistaforingja í Mel Brooks gamanmyndinni To Be or Not To Be.

Hann hlaut fjölda annarra tilnefninga og verðlauna fyrir leik í kvikmyndum, á sviði og í sjónvarpi.

Durning kom einnig fram í tveimur myndum Cohen bræðra, The Hudsucker Proxy árið 1994 og O Brother Where Art Thou árið 2000.

 

Durning lætur eftir sig dæturnar Michele og Jeanine og soninn Douglas.