Statham og rússneska mafían á toppi DVD listans

Vinsælasta myndin á Íslandi á DVD í vikunni 1. – 7. október var spennumyndin Safe með Jason Statham í aðalhlutverkí, en hún var líka í efsta sæti í síðustu viku. Í myndinni á Statham, í hlutverki fyrrverandi lögreglumannsins Luke Wright, í höggi við rússnesku mafíuna, sem er ekkert lamb að leika sér við. Mafían er búin að eyðileggja líf Wrights, og myrða fjölskyldu hans.
Á hæla hennar koma Mjallhvít og dvergarnir sjö, eða Snow White and the Huntsman eins og hún heitir á frummálinu, ný á lista. Í þriðja sæti, niður um eitt sæti, er myndin Cold Light of Day og í fjórða sæti, sömuleiðis á niðurleið, rómantíska gamanmyndin Five-Year Engagement. Í fimmta sæti er Mel Gibson í myndinni How I Spent My Summer Vacation, en hún fer upp um eitt sæti. Teiknimyndin Lorax er ný á lista í sjötta sæti, og geimgamantryllirinn Men in Black 3 er í sjöunda sæti, og færist upp um þrjú sæti. Sacha Baron Cohen í hlutvekri einræðisherrans, The Dictator, ræður ríkjum í áttunda sæti, og í níunda sæti er unglingahasarinn Hunger Games. Í tíunda sæti situr svo Dark Shadows,  þar sem Johnnny Depp ferðast um í tíma og rúmi.

Hér að neðan er listinn yfir 20 vinsælustu myndir vikunnar:

Stikk: