Laxness í lifandi myndum

Þann 23. apríl næstkomandi eru 110 ár liðin frá fæðingu Halldórs Laxness. Í tilefni afmælisins eru ýmsir atburðir á döfinni. Einn af þeim er kvikmyndahátíðin „Laxness í lifandi myndum“ sem haldin verður í Bíó Paradís dagana 23. – 28. apríl.

Meðal annars verður höfð til sýninga sænska kvikmyndin Salka Valka sem gerð var árið 1954. Einnig verður hægt að sjá sjónvarpsmyndina Brekkukotsannál sem sýnd var á RÚV árið 1973. Hún verður nú í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu og mun sjást í fyrsta skipti í lit, en hún var sýnd í svarthvítu á sínum tíma. Aðrar myndir sem sýndar verða eru Ungfrúin góða og húsið, Kristnihald undir jökli, Atómstöðin, Paradísarheimt, Silfurtunglið og Lilja.

Kynningarmyndband fyrir hátíðina má sjá hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Bíó Paradís.