Íslenskt bíóhlaðvarp vekur athygli

Kvikmyndaáhugamaðurinn Ari Gunnar Þorsteinsson er umsjónarmaður þáttanna The Movie Homework Podcast, en ásamt Mariam Wolfe taka þau til umfjöllunar tvær kvikmyndir í hverjum þætti. Þau leggja eina kvikmynd fyrir hvort annað vikulega sem heimanám sem gerir áhugasömum hlustendum hlaðvarpsins kleift að fylgjast vel með, enda er öllum frjálst að horfa á kvikmyndirnar samfara hlaðvarpinu. Í þáttunum hafa þau m.a. tekið fyrir kvikmyndir eins og The Island of Dr. Moreau, Transsiberian, L’Eclisse og A Serious Man.

Ari var lengi vel umsjónarmaður kvikmyndahlaðvarpsins Myndvarp, en það var eitt af fyrstu íslensku hlaðvörpunum sem fjallaði um kvikmyndir. Í þáttunum fékk hann marga landsþekkta gesti, þar á meðal leikstjórann Óskar Jónasson, leikarana Halldór Gylfason og Gunnar Hansson og sjónvarpsmanninn Ásgeir Erlendsson.

The Movie Homework Podcast fer fram á ensku, en allar upplýsingar um þáttinn er hægt að nálgast með krækjunum hér að neðan. Við hjá Kvikmyndir.is mælum með því að áhugasömustu kvikmyndanördarnir athugi þetta nánar.

Gerast áskrifandi að Movie Homework Podcast.

Heimasíða Movie Homework Podcast.
Movie Homework Podcast á Facebook.
Movie Homework Podcast á Twitter.