Austin Powers 4 á leiðinni?

Þónokkuð er umliðið síðan síðast fréttist af hugsanlegri fjórðu Austin Powers myndinni, HitFix segir nú frá því að Mike Myers sé búinn að skrifa undir samning um að leika í fjórðu myndinni.

Árið 2008 var sagt að Myers væri með handritið að myndinni í vinnslu ásamt Michael McCullers, sem vann með Myers í öllum þremur Austin Powers myndunum. Sagt hefur verið að meginlínurnar í Austin Powers 4 snerust meira um erkióvin Austin Powers, Dr. Evil fremur en leyniþjónustumanninn sjálfan. Einnig hefur verið talað um að Seth Green muni snúa aftur í hlutverki sonar Dr. Evil, Scott. Óvíst er þó hvort að þetta verði á endanum að veruleika, en amk. eru þessar hugmyndir á kreiki.

Austin Powers: International Man of Mystery var frumsýnd árið 1997 og síðar komu The Spy Who Shagged Me árið 1999 og Goldmember árið 2002.

Fyrir utan að talsetja græna risann Shrek, þá hefur Mike Myers ekki leikið aðalhlutverk í mynd síðan hann lék í Love Guru árið 2008, í samnefndri mynd, sem floppaði illa.