Seinni margfætlan bönnuð í Bretlandi

Það muna eflaust einhverjir eftir The Human Centipede sem kom út í fyrra. Hún er ein af þessum myndum sem flestir virðast vita af án þess að hafa endilega séð, enda gengur hún meira eða minna bara út á eina ógeðfellda hugmynd. Sumir kíktu á hana til að sjá hvort hún væri jafn ógeðsleg og hún hljómaði, aðrir einfaldlega þorðu því ekki. Mjög týpísk skipting þegar um svokallað „shock cinema“ er að ræða. Undirritaður telur þó að myndin hafi verið einkennilega ómerkileg upplifun. Það eina ógeðslega við hana var tilhugsunin um það sem persónurnar í myndinni gengu í gegnum. Ef þið spyrjið mig þá var hún alls ekki peninganna virði (eins gott að ég borgaði ekki)

Fólk má samt ekki gleyma undirheiti myndarinnar, First Sequence, og það er í rauninni loforð um að meira sé á leiðinni. Núna hefur Leikstjórinn Tom Six lokið við framhaldsmyndina (sem ber undirheitið Full Sequence) og það lítur út fyrir að breska kvikmyndaeftirlitið (þ.e. British Board of Film Classification) hafi engan áhuga á að leyfa myndinni að fara í sýningu sín megin.

Í gær gaf eftirlitið út yfirlýsingu sem útskýrði hvers vegna þeim fannst myndin bara alltof óviðeigandi til að eiga rétt á dreifingu, og sögðu þeir að það þýddi ekkert að setja aldursstimpil á mynd sem reyndi ekkert að vera neitt annað en pjúra viðbjóður.

Ég skal bara leyfa ykkur að lesa yfirlýsinguna sem breska kvikmyndaeftirlitið gaf út. Þið afsakið það ef ég kaus að þýða hana ekki. Lesturinn gerist sennilega ekki athyglisverðari á íslensku:

(ég tek það að sjálfsögðu fram að það eru miklir spoilerar (!!!) í þessu bréfi, og ef þú vilt ekki vita um neitt mikilvægt sem gerist í Human Centipede II, þá skaltu ekki lesa lengra)

(ég veit samt að þig langar til þess)

Svo fólk nái einhverju samhengi á atburðunum sem eru útskýrðir þá er Human Centipede II hálfgerð „meta“ satíra á fyrstu myndina. Þetta er nánast alveg eins og Blair Witch 2 gerði (sú gæðaræma). Hún fjallar um gaur sem sér fyrri myndina og verður heltekinn af hugmyndinni (og kynferðislega örvaður í senn) og ákveður að „endurgera“ aðgerðina í alvörunni, og þá með fleira fólki. Hlutirnir sem þessi karakter gerir yfir alla myndina eru vægast sagt skrautlegir. Það stendur allt í yfirlýsingunni. Lesið áfram:

„The principal focus of The Human Centipede II (Full Sequence) is the sexual arousal of the central character at both the idea and the spectacle of the total degradation, humiliation, mutilation, torture, and murder of his naked victims. Examples of this include a scene early in the film in which he masturbates whilst he watches a DVD of the original Human Centipede film, with sandpaper wrapped around his penis, and a sequence later in the film in which he becomes aroused at the sight of the members of the ‘centipede’ being forced to defecate into one another´s mouths, culminating in sight of the man wrapping barbed wire around his penis and raping the woman at the rear of the „centipede“. There is little attempt to portray any of the victims in the film as anything other than objects to be brutalised, degraded and mutilated for the amusement and arousal of the central character, as well as for the pleasure of the audience. There is a strong focus throughout on the link between sexual arousal and sexual violence and a clear association between pain, perversity and sexual pleasure. It is the Board´s conclusion that the explicit presentation of the central character´s obsessive sexually violent fantasies is in breach of its Classification Guidelines and poses a real, as opposed to a fanciful, risk that harm is likely to be caused to potential viewers.“

Þar hafið þið það.

En svo, bara rétt í dag kom út opið bréf frá leikstjóranum sjálfum. Þetta hafði hann að segja:

„Thank you BBFC for putting spoilers of my movie on your website and thank you for banning my film in this exceptional way. Apparently I made an horrific horror-film, but shouldn’t a good horror film be horrific? My dear people it is a f****cking MOVIE. It is all fictional. Not real. It is all make-belief. It is art. Give people their own choice to watch it or not. If people can’t handle or like my movies they just don’t watch them. If people like my movies they have to be able to see it any time, anywhere also in the UK.“


(Tom Six)

Persónulega held ég að bíómynd af þessari tegund gæti ómögulega fengið betri kynningu heldur en þetta. Aðdáendur – sem eru víst til – hljóta að leka af spenningi. Samkvæmt íslenska „release“ planinu er þessi mynd sögð koma út núna í lok ágúst. Það gæti hins vegar breyst.

Skoðanir?

T.V.