Áhorf vikunnar (18.-24. apríl)

Jæja, hverjir hérna muna eftir þessum skemmtilega lið?

Það er semsagt komið að áhorfi vikunnar þar sem allir fá útrás og tjá sig um hvaða myndir horft var á í vikunni áður og hvort þær voru nýja uppáhalds myndin ykkar eða viðurstyggð á hæsta leveli. Þið skrifið einfaldlega niður þær myndir sem þið horfðuð á hér fyrir neðan í spjallinu, gefið þeim einkunn og skrifið eitthvað um þær (ef þið nennið).

Hrikalega gaman, og án efa skemmtilegt þegar þetta fer rúllandi af stað og fleiri taka þátt (sérstaklega þegar sumarmyndirnar eru byrjaðar). Ég skal taka frumkvæði og deila með ykkur hvað ég kíkti á um páskana:

(engin spes röð nema eftir minni)

The Mist (2. áhorf) – 9/10
Einfaldlega brilliant þessi mynd! Hræðslan virkar (líka sparlega notaðar bregður), leikurinn er góður, handritið vel skrifað, múdið óþægilegt og endirinn kvikindislega djarfur. Það gengur næstum því allt upp í þessari mynd.

No Strings Attached – 6/10
Krúttleg mynd sem hefur ekki aaaalveg jafn mikinn sjarma og hún telur sig hafa.

The Princess Bride (áhorf nr. ???) – 8/10
„Life is pain, anyone who tells you different is trying to sell you something“
Frábær húmor, sturlað gott handrit.

Antz – 8/10
Skemmtilega ómerkileg saga á bakvið þessa. Ég fann hana á VHS heima og ákvað að plögga þeirri antík græju í samband. Hafði ekki séð þessa mynd í næstum því áratug. Mest var ég ánægður með hversu fullorðinsleg og frumleg myndin var.

Scream 4 (2. áhorf) – 7/10
Ennþá skemmtileg. Guð blessi Kevin Williamson fyrir að hafa bjargað seríunni.

Behind the Mask: The Rise of Leslie Vernon – 8/10
Alltaf þegar ég er með vin í heimsókn sem hefur ekki séð þessa mynd, þá píni ég hann til að horfa á hana. Í guðs bænum, Kvikmyndir.is-notendur, flettið þessa mynd upp og FINNIÐ HANA! Hún er algjör indie-gimsteinn.

svo að lokum…

Fullt af Community-þáttum, sem ég virðist aldrei ætla að fá nóg af. D&D þátturinn er alveg magnaður.

Fleira var það ekki í bili, og ég hálf skammast mín fyrir rólegheitin. Bæti það upp næst.

T.V.

Hvað með þig? Ekki vera feimin(n)…