Getraun: The Mechanic

Í dag er spennumyndin The Mecanic frumsýnd og með aðalhlutverk fara þar naglarnir Jason Statham og Ben Foster. Myndin segir frá „vélvirkjanum“ Arthur Bishop, sem er eftirsóttur leigumorðingi og frægur fyrir að vinna störf sín af mikilli nákvæmni og kostgæfni. Þegar lærifaðir hans og náinn vinur Harry er drepinn, þá fer öll hans hlutlægni út í veður og vind. Næsta verkefni hans er persónulegt – hann vill ná þeim sem drápu Harry. Verkefnið verður flóknara þegar sonur Harrys, Steve, kemur til hans með sömu fyrirætlan, og vill fá að læra leigumorðingjafagið.
Bishop hefur hingað til alltaf unnið einn, en á erfitt með að hafna syni besta vinar síns, og gerist lærifaðir hans. Getið séð hérna trailerinn:

The Mechanic smellur vel inn í þetta litla strákamyndaþema sem er búið að vera hjá okkur í vikunni (getið séð hér aðra getraun sem er í gangi til morguns). Það sem er í boði núna eru almennir boðsmiðar á myndina, og hver vinningshafi fær að sjálfsögðu tvo (harðir karlmenn fara hvort eð er aldrei einir í bíó!). Þið sjáið hérna fyrir framan ykkur afar einfaldan leik og þið hafið alla helgina til að taka þátt í honum. Fullt af miðum í boði, endilega reyna!

Leikurinn hljómar svo:

1. (þessi ætti að vera skítlétt ef þú ert bíónörd) The Mechanic er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1972. Þið sjáið hér mynd af naglanum sem fór með aðalhlutverkið í henni. Hver er maðurinn?

2. The Mechanic er fyrsta spennumynd leikstjórans Simon West í núna nokkuð mörg ár. Hver af eftirtöldum myndum var ekki leikstýrð af honum?

a) Tomb Raider

b) Con Air

c) Gone in 60 Seconds

3. Í hvaða mynd finnst þér Jason Statham vera svalastur og hvers vegna?

(ATH. Hér er augljóslega ekki hægt að fá vitlaust svar, en ég vil endilega fá góðan rökstuðning)

Svör sendast sem fyrr á tommi@kvikmyndir.is. Látið fullt nafn og kennitölu fylgja með!

Sjáumst í bíó.
Kv.
T.V.