Houdini og Arthur Conan Doyle leysa glæpi

DreamWorks hefur fest kaup á handriti eftir J. Michael Straczynski sem ber nafnið Voices From the Dead, en Straczynski skrifaði meðal annars Changeling frá árinu 2008.

Mun handritið vera spennutryllir sem fjallar um vináttu galdramannsins Harry Houdini og spennusagnameistarans Arthur Conan Doyle, sem skapaði hinn ógleymanlega Sherlock Holmes. Mennirnir tveir voru í raun og veru vinir en myndin tekur sér talsvert bessaleyfi, og í henni beita þeir snilligáfu sinni til að leysa hrottaleg morðmál í New York.

– Bjarki Dagur