Náðu í appið

Grace of Monaco 2013

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 11. júní 2014

PRINSESSAN, EIGINKONAN, MÓÐIRIN.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 9% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 21
/100

Myndin fjallar um störf fyrrum Hollywood stjörnunnar og síðar furstaynju af Mónakó, Grace Kelly, á bakvið tjöldin til að reyna að koma í veg fyrir stríð á milli Frakklands og Mónakó. Rainer prins III, eiginmaður Grace, og forseti Frakklands, Charles de Gaulle, áttu í pólitískum deilum og innrás Frakka í landið var yfirvofandi. Grace beitti ekki átökum... Lesa meira

Myndin fjallar um störf fyrrum Hollywood stjörnunnar og síðar furstaynju af Mónakó, Grace Kelly, á bakvið tjöldin til að reyna að koma í veg fyrir stríð á milli Frakklands og Mónakó. Rainer prins III, eiginmaður Grace, og forseti Frakklands, Charles de Gaulle, áttu í pólitískum deilum og innrás Frakka í landið var yfirvofandi. Grace beitti ekki átökum eða njósnum, heldur samtölum þar sem hún sannfærði de Gaulle, um endurbætur á skattkerfinu. Árið 1962 var mikið deilu- og umbrotaár í samskiptum Frakklands og Mónakó vegna efnaðra Frakka sem flust höfðu til Mónakó til að losna undan greiðslu skatta. Inn í þær harðvítugu deilur blandaðist Grace Kelly sem sex árum fyrr hafði gifst Rainer prins III. Það vakti heimsathygli árið 1956 þegar Rainer prins III af Mónakó og hin 26 ára gamla Óskarsverðlaunaleikkona Grace Kelly gengu í hjónaband, enda var það þá kallað brúðkaup aldarinnar. Nákvæmlega 9 mánuðum og fjórum dögum eftir hjónavígsluna eignuðust þau frumburðinn, Caroline, og rúmu ári síðar fæddist Albert prins. Á aðeins tveimur árum hafði líf Grace Kelly því gjörbreyst, frá því að vera ein vinsælasta leikkona heims í það að vera eiginkona og móðir, og auk þess prinsessa í hinu litla en öfluga ríki Mónakó. Þegar skattadeilurnar á milli Frakklands og Mónakó risu sem hæst árið 1962, þar sem aðalmenn deiluaðila voru þeir Charles De Gaulle og Rainer prins III, urðu þær svo illvígar að margir Frakkar kröfðust þess að De Gaulle lýsti hreinlega yfir stríði á hendur Mónakó og sendi þangað inn her til að hertaka landið. Inn í þessar deilur komst Grace prinsessa auðvitað ekki hjá því að blandast, enda óttaðist hún mjög um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni

Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn