Náðu í appið

Amazing Grace 2006

Behind the song you love is a story you will never forget.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Árið 1797 fór William Wilberforce, hinn mikli breski baráttumaður fyrir afnámi þrælahalds, í frí af heilsufarsástæðum. Hann hittir hina heillandi Barbara Spooner, sem reynist vera sálufélagi hans sem hann getur deilt með reynslu sinni af baráttumáli sínu. Hann á nokkra bandamenn, eins og lærimeistara sinn John Newton, fyrrum skipstjóra þrælaskips, sem iðrast... Lesa meira

Árið 1797 fór William Wilberforce, hinn mikli breski baráttumaður fyrir afnámi þrælahalds, í frí af heilsufarsástæðum. Hann hittir hina heillandi Barbara Spooner, sem reynist vera sálufélagi hans sem hann getur deilt með reynslu sinni af baráttumáli sínu. Hann á nokkra bandamenn, eins og lærimeistara sinn John Newton, fyrrum skipstjóra þrælaskips, sem iðrast og gerist prestur sem síðan skrifar hinn fræga sálm Amazing Grace. Einnig eru á meðal bandamanna hans þeir Prime William Pitt og Olaudah Equiano, hinn lærði fyrrum þræll og nú rithöfundur. Wilberforce berst fyrir málstaðnum og finnur aukinn kraft í ástinni, sem drífur hann áfram til sigurs. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Amazing Grace er dæmigerð ævisaga í kvikmyndaformi líkt og við höfum séð áður, aðeins nú er fjallað um baráttuna gegn þrælahaldi í Englandi við lok átjándu aldar og byrjun nítjándu. Það besta við myndina er góða leikaraliðið, það eru ekkert nema frábærir breskir leikarar en sagan sjálf er því miður frekar leiðinlega sett fram. Allt sem við höfum séð áður í svipuðum kvikmyndum kemur fram hérna og það er alltof augljóst, sömu gömlu klisjurnar kringum persónurnar og söguþráðinn. Myndin er þó alls ekki slæm, hún er vel gerð og alls ekki leiðinleg og með góðu leikaraliði eins og Ioan Gruffudd, Michael Gambon, Albert Finney, Rufus Sewell og Ciarán Hinds þá heldur myndin sér vel gangandi allan tímann. Ég er sáttur með myndina, hún var nánast nákvæmlega það sem ég bjóst við, en sem kvikmyndin sem hún reynir að vera þá fannst mér hún mun kraftlausari en hún hefði getað verið. Þrjár stjörnur eru mögulegar en tvær og hálf eru pottþéttar fyrir Amazing Grace.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.12.2019

Áfram ævintýralegt um að litast á toppnum

Nýtt ævintýri hefur tekið sér stöðu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en í síðustu viku var teiknimyndin Frozen 2 á toppnum, en er nú í öðru sæti. Hér er á ferð fríður flokkur í kvikmyndinni Jumanji: The N...

06.08.2013

Frumsýning: Hummingbird

Sambíóin frumsýna myndina Hummingbird í Sambíóunum um land allt á morgun, miðvikudaginn 7. ágúst. Myndin fjallar um heimilislausan mann í London sem hefur ánetjast áfengi og dópi og ákveður að snúa við blaðinu eftir að hann verður fyrir hr...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn