Náðu í appið
Öllum leyfð

Angelína Ballerína 2012

Íslenska

Teiknimyndirnar um Angelínu Ballerínu eru byggðar á mjög vinsælum bókaflokki eftir Helen Craig og Katherine Holabird. Þær fjalla um litlu músina Angelínu Ballerínu sem dreymir um að verða fræg ballettstjarna. Á þessum DVD-diski er að finna fimm sögur: Lukkuskildingurinn: Það styttist í sýningu hjá Angelínu. Hún finnur lukkuskilding og heldur að allt... Lesa meira

Teiknimyndirnar um Angelínu Ballerínu eru byggðar á mjög vinsælum bókaflokki eftir Helen Craig og Katherine Holabird. Þær fjalla um litlu músina Angelínu Ballerínu sem dreymir um að verða fræg ballettstjarna. Á þessum DVD-diski er að finna fimm sögur: Lukkuskildingurinn: Það styttist í sýningu hjá Angelínu. Hún finnur lukkuskilding og heldur að allt fari vel án þess að hún æfi sig. Goðsögnin um stórfót: Henry og Angelína ákveða að leita að djásni sem týndist fyrir mörgum árum en hitta þá engan annan en Stórfót. Angelina og Anja: Anja mús er nýbyrjuð í skólanum hennar Angelínu. Getur verið að hún beri ábyrgð á því þegar hlutir fara að hverfa? Leikfimikeppnin: Angelína er valin til þess að taka þátt í fimleikamóti og kvíðir fyrir því að fara upp á slána. Yfirstígur hún óttann? Konunglega veislan: Angelínu hefur verið boðið í veislu, en ferðin þangað verður ekki auðveld. Kemst hún og fröken Lilja í tæka tíð?... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn