Jamie's Food Escapes
2012
Þáttur um mat, matargerð og menningu
Enska
Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver er matgæðingum og öðrum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur fyrir sína skemmtilegu þætti um mat, matargerð og matarmenningu. Í þessari mynd kynnir Jamie sér menningu og matargerð ólíkra staða víðsvegar um heiminn. Hann ferðast í gegnum Evrópu og Norður-Afríku og lærir heilmikið um matarmenningu ólíkra þjóða,... Lesa meira
Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver er matgæðingum og öðrum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur fyrir sína skemmtilegu þætti um mat, matargerð og matarmenningu. Í þessari mynd kynnir Jamie sér menningu og matargerð ólíkra staða víðsvegar um heiminn. Hann ferðast í gegnum Evrópu og Norður-Afríku og lærir heilmikið um matarmenningu ólíkra þjóða, og líka um þjóðflokka og þjóðarrétti. Í leiðinni leitar hann uppi ferskasta hráefnið - villisvín í Frakklandi, sverðfisk við Grikkland, hafsíld í Svíþjóð og rækjur í Feneyjum. Jamie lærir margt nýtt af heimamönnum og menningu þeirra og miðlar því öllu til áhorfenda á skemmtilegan og lifandi hátt.... minna