Náðu í appið
Grave Of The Fireflies

Grave Of The Fireflies 1988

(Hotaru no haka)

89 MÍNJapanska
Rotten tomatoes einkunn 100% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 94
/100

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Schindler's List teiknimynda
Fyrir mér er Grave Of The Fireflies skylduáhorf fyrir hvern þann sem er aðdáðandi stríðsmynda. Krafturinn sem myndin hefur út hana alla lætur hana vera ein af mest þunglyndislegu myndum sem ég hef séð. Einu skiptin sem myndin kemur með eitthvað sem hægt er að kalla jákvæða tilfinningu eru nokkur falleg atriði, til dæmis þegar eldflugurnar koma fram.

Þetta er önnur myndin frá Studio Ghibli (sú fyrri var Castle In The Sky, leikstýrð af meistaranum Hayao Miyazaki), og var leikstýrð og skrifuð af Isao Takahata, sem byggði myndina á semi-sjálfsævisögu með sama nafn. Jafnvel þótt myndin hefur ekki nærrum því eins mikið ímyndunarafl og margt frá Studio Ghibli einbeitir myndin sér algjörlega að aðalkarakterunum tveimur, Setsuko og Seita. Ég efast líka um að mikið af ímyndunarafli myndi vera gott fyrir myndina, það myndi frekar trufla einbeitinguna.

Þegar maður hugsar um bestu stríðsmyndir allra tíma er líklegast að þær myndir sem koma upp eru um hóp af hermönnum í miðju stríði, með nokkrum undantekningum. Grave Of The Fireflies einblínir eingöngu að þeim saklausu sem hafa misst heimili sín og ástvini og reyna að halda áfram með líf sitt. Þar að auki gerist myndin í Japan, og reyndar verð ég að játa að ég hef séð nær engar stríðsmyndir sem fjalla ekki um fólk frá vestræna heiminum.

Fyrir utan hluta af miðju myndarinnar, er myndin þunglyndisleg frá byrjun og von manns um góðan endi fer minnkandi eftir því sem líður á hana. Og karakterarir eru það viðkunnanlegir að myndin verður mjög óþægileg. Setsuko og Seito eru bæði raunverulegir karakterar sem hægt er að líka við. Seito reynir eins og hann getur að láta systur sinni líða vel á meðan Setsuko vill að allt verði eins og áður. Síðari helmingurinn var hræðilegur og eftir því sem leið á hann versnuðu aðstæðurnar. Hefði ég verið í betra ástandi þegar ég sá þessa mynd hefði ég ekki verið hissa hefði ég fengið tár í augun. Ég bjóst við að mér mundi líða illa yfir þessari mynd, enda hafði ég heyrt að þetta væri ein besta stríðsmynd sem hefur komið út, en eina myndin sem ég veit í augnablikinu um sem lét mig líða verr er Requiem For A Dream.

Japanski raddleikurinn er mjög góður og talsvert betri en enskan, sérstaklega hjá þeirri sem talaði fyrir Setsuko. Útlitið og tónlistin er líka góð, bæta vel við tilfinngarnar sem myndin kemur með, hvort sem það er verið að tala um hræðilegt eða fallegt atriði. Tónlistin er líka ekki mikið notuð og er meira notast við bakgrunnshljóð. Það bætir andrúmsloftið vel á köflum.

Ég vil helst ekki tala meira um þessa mynd því meira sem ég skrifa um hana því verr líður mér. Þetta er mynd sem ég mun ekki horfa í langan tíma. Krafturinn er í hámarki allan tímann og út af því hversu viðkunnalegir karakterarnir eru kalla ég þessa mynd skylduáhorf, sérstaklega fyrir aðdáðendur teiknimynda og/eða stríðsmynda.

(Spoiler framundan) Það er samt einn hlutur sem fór í mig en ég veit ekki hvort ég get kallað það galla, nitpick eða rugl í mér: Af hverju fóru Seita og Setsuko ekki aftur til frænku sinnar? Seita var byrjaður að stela mat til að halda sér og systur sinni á lífi. Frænka þeirra var hundleiðinleg, og stundum vond við þau en þar var allavega húsaskjól og einhver matur.
Það getur verið að ég tók ekki eftir nógu góðri ástæðu, en ég vil ekki horfa á þessa mynd strax. Þess vegna get ég ekki ákveðið hvort hún á skilið 9 eða 10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn