Náðu í appið

Lifeboat 1944

Fannst ekki á veitum á Íslandi

What happens when six men and three women are alone in an open boat ?

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 78
/100

Eftir að kafbátur ræðst á skip í miðju Atlantshafinu, þá komast nokkrir farþegar og áhafnarmeðlimir lífs af. Þar á meðal er auðmaður, aðalsmaður, kona sem tókst að komast af ásamt barni sínu, kyndari og bryti. Fáir hafa reynslu af siglingum og hvernig á að vinna um borð í skipi. Þau bjarga annarri manneskju úr sjónum, þýskum sjóliða, sem komst... Lesa meira

Eftir að kafbátur ræðst á skip í miðju Atlantshafinu, þá komast nokkrir farþegar og áhafnarmeðlimir lífs af. Þar á meðal er auðmaður, aðalsmaður, kona sem tókst að komast af ásamt barni sínu, kyndari og bryti. Fáir hafa reynslu af siglingum og hvernig á að vinna um borð í skipi. Þau bjarga annarri manneskju úr sjónum, þýskum sjóliða, sem komst lífs af úr kafbátnum sem sökk einnig. Hann segist ekki geta talað ensku og hinir treysta honum ekki - enda er góð ástæða til þess þar sem í ljós kemur að hann talar ensku mjög vel og var í raun og veru skipstjóri kafbátsins. Á leið sinni í skipinu áleiðis til vestur indía, þá munu einhverjir láta lífið og aðrir sýna sitt rétta eðli. ... minna

Aðalleikarar


Átta manns komast lífs af og um borð í lítinn björgunarbát eftir að þýskur kafbátur sekkur bandarísku skipi í seinni heimsstyrjöldinni og hefst þá barátta upp á líf og dauða að halda sér á lífi og halda sig fjarri Þjóðverjum. Gerð eftir sögu John Steinbeck og aðeins meistari Hitchcock gæti gert mynd sem gerist eingöngu um borð í litlum björgunarbát og haldið manni við efnið allan tímann og þótt Lifeboat sé ekki meðal bestu verka meistarans þá er hún vel þess virði að kíkja á og eins og flestir vita sem þekkja til Hitchcock þá var hann vanur að skjóta upp kollinum í myndum sínum og það er gaman að sjá hvernig hann fer að því innan um skipreka fólk í litlum björgunarbát.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn