Lifeboat
1944
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
What happens when six men and three women are alone in an open boat ?
96 MÍNEnska
90% Critics
87% Audience
78
/100 Eftir að kafbátur ræðst á skip í miðju Atlantshafinu, þá komast nokkrir farþegar og áhafnarmeðlimir lífs af. Þar á meðal er auðmaður, aðalsmaður, kona sem tókst að komast af ásamt barni sínu, kyndari og bryti. Fáir hafa reynslu af siglingum og hvernig á að vinna um borð í skipi. Þau bjarga annarri manneskju úr sjónum, þýskum sjóliða, sem komst... Lesa meira
Eftir að kafbátur ræðst á skip í miðju Atlantshafinu, þá komast nokkrir farþegar og áhafnarmeðlimir lífs af. Þar á meðal er auðmaður, aðalsmaður, kona sem tókst að komast af ásamt barni sínu, kyndari og bryti. Fáir hafa reynslu af siglingum og hvernig á að vinna um borð í skipi. Þau bjarga annarri manneskju úr sjónum, þýskum sjóliða, sem komst lífs af úr kafbátnum sem sökk einnig. Hann segist ekki geta talað ensku og hinir treysta honum ekki - enda er góð ástæða til þess þar sem í ljós kemur að hann talar ensku mjög vel og var í raun og veru skipstjóri kafbátsins. Á leið sinni í skipinu áleiðis til vestur indía, þá munu einhverjir láta lífið og aðrir sýna sitt rétta eðli. ... minna