Náðu í appið

Gods and Generals 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The nations heart was touched by....

Enska
Rotten tomatoes einkunn 8% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Ris og fall hinnar goðsagnakenndu stríðshetju Thomas "Stonewall" Jackson, en hann leiddi Suðurríkjasambandið til sigurs gegn Sambandsríkinu á árunum 1861 til 1863. Myndin er forsaga myndarinnar Gettysburg frá árinu 1993.

Aðalleikarar


Þessi mynd er svo löng og leiðinleg áhorfs að það ætti ekki að leggja það á nokkurn einasta mann að horfa á hana. Hún er svo löng að meira að segja introið lengir hana um 10 leiðinlegar mínútur.

Gods and generals er enn ein myndin sem segir af borgarastríðinu í ameríku en það sem skilur hana frá öllum hinum er það að í henni er meira gert út á söguna heldur en bardagana. Það sem er gott við myndina er hve hlutlaus hún er, hún sýnir sjónarhorn beggja aðila og fær þig ekki til að taka afstöðu með neinum sérstökum. Myndin segir þó sérstaklega sögu eins manns sem kallaður hefur verið General Stonewall Jackson og var einn harðasti og besti herforinginn í stríðinu.

Það að sagan sé góð er hinsvegar enganvegin nægilega gott því að hún er engu að síður hræðilega leiðinleg, myndin er nærri fjórar klukkustundir að lengd eða 3klst og 40mín sem er bara allt of langt til þess að halda manni við efnið. Það er heldur ekkert gert til þess að reyna að hafa mann spenntan við skjáinn allan tímann því kvikmyndatakan er leiðinleg og þar er óþarflega mikið verið að lýsa einhverju sem hefði alveg mátt sleppa, allt of mikið var af óþarfa atriðum þar sem ekkert gerðist annað en það að þar bættust við en einar 10 leiðinlegu mínúturnar.

Leikaravalið var mjög slæmt og voru mjög gjarnan ungir leikarar að leika eldri karla, en það eina sem virtist gamalt við þá var skegg druslan sem skeint hafði verið framan í þá. Það hefði að minsta kosti verið hægt að setja smá hrukkur eða veðurbarning á þá líka. Einn af aðalleikurunum Stephen Lang þ.e. sá sem leikur General Stonewall Jackson hefur líklega haft bómull í nefinu alla myndina þar sem að röddin hæfir honum aldrei í myndinni. Það er hreinlega engin skemmtilegur karakter til þess að lífga upp á myndina þó svo að reynt sé að troða inn einhverjum tveimur klaufalegum sjálfboðaliðum (þeir hafa líklega verið sjálfboðaliðar í hlutverkin líka) þá bara gengur það alls ekki upp og þeir gera ekkert annað en að lengja myndina um en einar 10 leiðinlegu mínúturnar. Sá eini sem virðist passa nokkuð vel í sitt hlutverk í myndinni er þó Robert Duvall sem leikur yfirmann hersins í myndinni og held ég að það sé eingöngu vegna þess að hann var með alvöru skegg og hann er bara svona gamall.

Niðurlag þessarar myndar er því að ef hún kemur í bíó þá skallt þú eða þið alls ekki fara að sjá hana þar. Ef þið af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hunsið þessa viðvörun og farið samt á hana þá skuluð þið ekki reikna með því að sjá alla myndina því það eru miklar líkur á því að annaðhvort verði salurinn yfirgefinn snemma eða að í honum roti fólk rjúpur í kór.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn