Eftir að hafa melt þessa mynd í meira en hálft ár hef ég komist að endalegri niðurstöðu um The Doors, nú þar sem ég fékk hana á DVD og hef horft á hana þó nokkuð oft, meðal þess þá varð ég mikill Doors aðdáðandi eftir fyrsta áhorf. Oliver Stone skapaði sjöunda áratuginn á fullkominn hátt, það er ekki hægt að finna betri útfærslu á ´fílinginn´ bakvið þennan tíma, tæknilega séð er myndin í fyrsta flokki jafnvel miðað við nútímann 14 árum síðar. Hinsvegar þá er The Doors ekki endilega sögulega séð rétt mynd, fjallað er auðvitað að langmestu leiti um Jim Morrison, andlitið bakvið The Doors, í myndinni er hann oftast fullur eða í vímu og að eyðileggja allt í kringum sig. Það er ekki beint satt miðað við fólkið sem þekkti hann náið eins og hinir hljómsveitarmeðlimirnir, Ray Manzarec, John Densmore og Robby Krieger. Jim Morrison var talinn mjög gáfaður og indæll en eins og allir hafði hann mjög slæmt tímabil þar sem hann varð alkóhólisti og var á LSD í svolítinn tíma, en ekki eins lengi og bent var á í myndinni. Val Kilmer er svo góður sem Jim Morrison að hann var ekki einu sinni tilnefndur til óskarsverðlauna, hann er bara allt of mikið fyrir óskarinn í The Doors, þessi frammistaða var fullkomin að öllu leiti, ég held að guð sjálfur sé alveg agndofa yfir þessu. Robert Richardson sem ég tel mesta snilling í kvikmyndatöku í dag er ein helsta ástæðan að þú færð þennan 60´s ´fíling´, þessi maður er einhver mesti frumkvöðull í kvikmyndatöku sem hægt er finna, það er ómögulegt fyrir þennan mann að gera ekki snilldarmyndatöku. The Doors er eitt viðhorf á Jim Morrison, og alls ekki endilega rétt viðhorf, myndin er drifin af tónlistinni, bestu lög The Doors koma öll fram í myndinni. Break on Through, Crystal Ship, Dead Cats Dead Rats, Five To One, Backdoor Man, Not to Touch the Earth, Riders on the Storm, Ghost Song, Indian Summer, Strange Days, When the Music is Over, People are Strang, L.A Woman og að lokum lagið sem ég tel vera þeirra langbesta verk, The End. Fyrir Doors aðdáðendur ætti þessi mynd að vera veisla, annars þarf að muna að myndin er ekki öll sannsöguleg, oft þjöppuð, ýkt og uppspunin, þrátt fyrir það þá er þessi mynd geðveik.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei