Alexander
2004
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 21. janúar 2005
The greatest legend of all was real
175 MÍNEnska
16% Critics
35% Audience
40
/100 Alexander mikli lagði undir sig 90% af hinum þekkta heimi áður en hann varð 25 ára, og leiddi heri sína 35 þúsund kílómetra leið, í gegnum ýmsar hindranir sem urðu á vegi þeirra, á átta árum. Alexander sem kom frá hinu litla ríki Makedóníu, fór með heri sína gegn persneska heimsveldinu, fór í vestur til Egyptalands, og svo til Indlands. Þessi mynd fjallar... Lesa meira
Alexander mikli lagði undir sig 90% af hinum þekkta heimi áður en hann varð 25 ára, og leiddi heri sína 35 þúsund kílómetra leið, í gegnum ýmsar hindranir sem urðu á vegi þeirra, á átta árum. Alexander sem kom frá hinu litla ríki Makedóníu, fór með heri sína gegn persneska heimsveldinu, fór í vestur til Egyptalands, og svo til Indlands. Þessi mynd fjallar um þetta átta ára tímabil og orrusturnar sem voru háðar, sem og samband hans við æskuvin sinn og bardagafélaga, Hephaestion. Alexander veiktist og dó ungur, 33 ára gamall. Landvinningar Alexanders greiddu götu grískrar menningar og svo kristninnar nokkrum árhundruðum síðar, og ruddi á brott ýmsum hindrunum sem hefðu getað komið í veg fyrir útþenslu rómverska heimsveldisins. Heimurinn í dag væri sem sagt öðruvísi, ef ekki hefði verið fyrir blóðuga, en þó sameinandi, herför Alexanders.... minna