Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Session 9
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin hefst á því að nokkrir menn sem virðast allir vera andlega óstöðugir, taka að sér að hreinsa gamalt geðsjúkrahús (skrítin tilviljun). Þegar þeir fara svo að vinna við húsið dragast þeir djúpt inn í sögu þess sem enda svo með ósköpum.



Session 9 býr yfir einföldum en afskaplega ofnotuðum söguþræði sem er erfitt að halda sig við sökum þess hve myndin gengur hægt fyrir sig. Myndin er í alla staði mjög hrá og ódýr í útliti. Leikarar sem flestir hafa séð áður en muna ekki hvað heita fara með hlutverkin í myndinni og tekst þeim ágætlega að koma efninu frá sér, þó að betur hefði mátt fara sums staðar. Stærsti gallinn við myndina er þó misheppnuð tilraun til að skapa drungalegt andrúmsloft, sem leiðir af sér að myndin verður mjög ótrúverðug og á köflum hlægileg. Þessi mynd er þó eitthvað sem öllum hörðum kvikmyndaáhugamönnum ber skylda til þess að sjá þó ekki sé nema til þess eins að sjá fagmannlega myndatöku og læra hvernig maður á ekki að gera spennutrylla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei