Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Timecop 1994

They killed his wife ten years ago. There's still time to save her. Murder is forever... until now.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Þegar möguleikinn á að ferðast í gegnum tímann er orðinn að raunveruleika, þá verður til ný tegund löggæslumanna og ný löggæslustofnun verður til. Hún er kölluð Time Enforcement Commission eða TEC ( Tímastofnunin ). Lögreglan Max er ráðin inn í stofnunina. Sama dag og hann er ráðinn til stofnunarinnar þá ráðast menn á hann og konu hans og drepa... Lesa meira

Þegar möguleikinn á að ferðast í gegnum tímann er orðinn að raunveruleika, þá verður til ný tegund löggæslumanna og ný löggæslustofnun verður til. Hún er kölluð Time Enforcement Commission eða TEC ( Tímastofnunin ). Lögreglan Max er ráðin inn í stofnunina. Sama dag og hann er ráðinn til stofnunarinnar þá ráðast menn á hann og konu hans og drepa konuna. Tíu árum síðar þá syrgir Max enn eiginkonuna, en er orðinn fyrirmyndarlögga hjá TEC. Hann eltir uppi fyrrum samstarfsmann sem fór til framtíðar til að græða peninga. Max kemur með hann aftur í tímann til að láta rétta yfir honum, en Max kemst að því að það var í raun þingmaðurinn McComb sem sendi félagann, en McComb er yfirmaður TEC. Nú þarf Max að fylgjast náið með McComb, og fjörið byrjar fyrir alvöru, í fortíð Walkers!... minna

Aðalleikarar


Hugmyndin um tímaflakk er rosalega spök og gaman að forvitnast um hvað maður myndi gera ef maður gæti farið aftur í tímann. Timecop kemur með nokkur dæmi um hvað væri hægt að gera og finst mér takast ágætlega með það. Van Damme stendur sig alveg sem hasarleikari ( enda þurfa þeir ekki að standa undir miklu ). Ef þú hefur gaman af Van Damme hasarmyndum, þá á þessi ekki eftir að klikka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Van Damme leikur hér lögregluþjón sem er einn þeirra sem passa upp á tímann svo að bíræfnir tímaferðalangar noti hann ekki til að græða peninga til dæmis. Okkar einlægur kemst svo að því að sá ruglingur hefur átt sér stað í tímanum að hann getur breytt honum sér í hag. Myndin er B mynd og er ágæt sem slík. Ágætis skemmtun en það hefði kannski mátt bæta einhverju við. Van Damme er soldið slappur en Ron Silver er bráðskemmtilegur sem aðal skúrkurinn. Engin stórmynd en allt í lagi að horfa á.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir að hafa séð myndina get ég ekki orða bundist og ákvað að pósta þessa gagnrýni hér svo ENGINN annar myndi lenda í þessari hörmung. Ótrúlegt að leikstjóri eins og Peter Hyams (Outland, 2010, End of Days) skuli gera eitthvað svona. Þessi mynd flokkast eiginlega sem glæpur gegn mannkyni og það að Van Damme skuli yfirhöfuð leika í myndum sem koma á videoleigur er ofar mínum skilningi. Í stuttu máli sagt leikur Van nontalent Damme löggu sem hefur það hlutverk að gæta þess að menn fari ekki að fikta við tímann til að gera sig ríka. Ágætis hugmynd bakvið handritið og fínar heimspekilegar pælingar orsakir og afleiðingar o. S. f. V. Mike Richardson og Mark Verheiden hafa örugglega lagt mikla vinnu í handritið og vonast til þess að einhverjir með hæfileika tækju það upp á arma sína og gert kvikmynd en NEI!!!! Van Damme kemur inn og fer eitthvað að sparka og vesenast og útkoman er eftir því. Ekki skrítið þó þessir menn hafi ekki skrifað handrit eftir þessa mynd. Mia Sara er jafnvel enn ömurlegri en Van Damme og hefði aldrei átt að koma nálægt þessari mynd. (ekki frekar en nokkur annar) Bæbæ 350 kall og 90 mín. af lífi mínu sem munu ekki koma til baka.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er hreint kraftaverk hversu myndir geta orðið vondar. Þessi virðist þó sprengja skalan gjörsamlega, þar sem verri mynd er tæplega hægt að finna í heiminum í dag. Van Damme virðist ekki getað verið á skjánum eitt einasta augnablik án þess að láta áhorfendur fyllast af viðbjóði yfir því hversu lélegur leikari hann er og sorglegt að vita til þess að þessi maður hafi sankað til sín peningum fyrir að leikia í óhroða sem þessum. Vart verður hægt að segja að myndin hafi snjallt handrit sem bjargi miklu þar sem hörmulegt framtíðarplott er í gangi sem varla er nógu áhugavert til að fá hinn venjulega kvikmyndaáhugamann til að opna augun. Þig skulið forðast þessa sem um miltisbrandsgró væri um að ræða!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mia Sara er það eina góða við þessa heimskulegu tímaflakksmynd, en jafnvel henni tekst ekki að bjarga vitleysunni fyrir horn. Látið þessa því eiga sig og leitið frekar að einhverjum öðrum Miu Söru myndum í staðinn, svo sem Ferris Bueller’s Day Off eða Bullet to Beijing.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.09.2020

Bíómyndir sem mætti gjarnan endurgera

Ef litið er yfir vinsældalista undanfarin ár og þeir miðaðir við vinsældalista t.d. fyrir 20-30 árum þá virðist Hollywood í dag mun duglegra að gera endurgerðir, framhöld og aðlagaganir en áður. Það mætti jafnvel ha...

23.09.2010

Verður ný TimeCop í stórmyndastíl?

Universal kvikmyndaverið áætlar að búa til stórmyndaútgáfu af hinni sígildu Van Damme mynd Timecop, frá árinu 1994, en það er CinemaBlend vefsíðan sem hefur þetta eftir What´s Playing vefmiðlinum. Verkefnið hefur að sö...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn