The Prince of Egypt
1998
Frumsýnd: 26. desember 1998
Two brothers united by friendship divided by destiny
99 MÍNEnska
79% Critics
89% Audience
64
/100 Ótrúleg saga af tveimur bræðrum, Moses og Ramses, einn fæðist með blátt blóð í æðum, og einn er munaðarleysingi með leynilega fortíð. Þeir alast upp sem bestu vinir, og eru bundnir nánum böndum. En sannleikurinn mun á endanum skilja þá að, þar sem einn verður leiðtogi valdamesta ríkis á jörðinni, en hinn verður leiðtoginn sem alþýðan kýs sér.... Lesa meira
Ótrúleg saga af tveimur bræðrum, Moses og Ramses, einn fæðist með blátt blóð í æðum, og einn er munaðarleysingi með leynilega fortíð. Þeir alast upp sem bestu vinir, og eru bundnir nánum böndum. En sannleikurinn mun á endanum skilja þá að, þar sem einn verður leiðtogi valdamesta ríkis á jörðinni, en hinn verður leiðtoginn sem alþýðan kýs sér.
Sagan hefst í Egyptalandi til forna. Móðir, full örvilnunar, setur son sinn í körfu og lætur Guði Hebrea leiðbeina honum niður ánna. Drottningin finnur körfuna og Moses er alinn upp sem bróðir erfingja krúnunnar, Ramses.
Mörgum árum síðar skiljast leiðir bræðranna, eftir hamingju ríka æsku í velmegun. Moses kemst í tengsl við bakgrunn sinn og arfleifð og flýr borgina í örvæntingu. Guð kallar á Moses. Hann fær það hlutverk að verða sendiboði sem á að frelsa Hebrea og leiða þá til fyrirheitna landsins. ... minna