Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Besta mynd Joel Schumacher. Myndin hefur einstaklega creepy atburðarrás með rosalega taugatrekkjandi spennu, sem er óvenjulegt að sjá í Joel Schumacher mynd. Auk þess eru Nicolas Cage og Joaquin Phoenix alveg meiriháttar í myndinni. Mynd sem getur vel troðið sér í hóp með myndum eins og Seven, Silence of the Lambs o.fl. mynda sem einn mest spennandi sálfræðitryllir sem þú munt sjá. Takið þessa sem fyrst.
8mm kom mér að óvart. Hún var ekki nærri eins góð og ég hélt hún myndi vera. Myndin byrjar vel en endurinn er svo hrikalega langdreginn og fáranlegur að mér finnst hún hefði mátt að enda miklu fyrr. Ég er sammála Sigurði um það að Joel Schumacher sé hrikalegur leikstjóri, þetta er svona gaur sem hermir alltaf eftir öðrum leikstjórum og klúðraði Batman-seríunni alveg með Batman Forever og Batman & Robin, myndir sem hefði aldrei átt að gera. Kannski er fullt af fólki sem dýrkar þessa mynd og fannst endurinn ganga upp en að mínu mati var hún bara léleg. Einn af góðum punktum í myndinni var tónlistin. Nicholas Cage kom mér á óvart, hann lék hrikalega illa í endinn. Joaquim Phoenix stendur sig samt frábærlega og er upprennandi stjarna.
Þessi mynd fjallar um einkaspæjara. Gömul kona sem er nýbúin að missa eiginmann sinn finnur 8mm breiða filmu í eikaskápnum hanns. Á filmunni er subbuleg klámmynd sem endar svo með morði. Gamla konan ræður eikaspæjara til að finna konuna sem var myrt á filmunni á lífi. Til að komast að því þarf spæjarinn að kafa djúpt í heim viðbjóðlegs kláms. Á endanum finnur hann framleiðanda myndarinnar. Endilega sjáið þessa mynd - og munið aldurtstakmarkið.
8 mm er mér vitanlega fyrsta spennumyndin með einhverri tilvitnun í snuff-myndir og þar af leiðandi að vissu leyti frumleg, en einhvern veginn nær aldrei flugi að neinu marki. Mikið auglýst sem verk sama höfundar og Seven, en ekki nærri því jafn spennandi, ógeðsleg eða góð - kannski ekki réttlátur samanburður. Þótt Cage hafi oft gert betur er hann samt betri en flestir aðrir og Phoenix stelur að vissu marki senunni þegar hann fær að vera með. Aðrir karakterar heldur sterílir flestir og myndin ekki líkt því jafn ógeðsleg og ég bjóst við - eða vonaði. Sívælandi og leiðinleg eiginkonan skemmir líka og beið ég spenntur eftir að hún yrði drepin. En samt - Cage er alltaf Cage og myndin inniheldur margt flott og nokkur spennandi og skemmtileg atriði og er þegar allt kemur til alls yfir meðallagi, þannig að þrátt fyrir smá vonbrigði splæsir maður tveim og hálfri.....
Þessi mynd er ágæt, Cage er minn besti leikari en hann er ekki nógu góður í henni, ef að þið viljið sjá ágæta spennumynd skjótist þá útá leigu og takið þessa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$30.000
Vefsíða:
www.sonypictures.com/movies/eightmillimeter
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
16. apríl 1999
VHS:
6. október 1999