Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Man Who Wasn't There 2001

(The Man Who Wasnt There)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. desember 2001

The last thing on his mind is murder.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Keðjureykjandi fámáll rakari í Santa Rosa í Kaliforníu árið 1949, segir sögu manns sem reynir að flýja tilbreytingarlaust líf. Þetta er saga um grunað framhjáhald, fjárkúgun, svik, dauða, kynþáttahatur, upplogna hetjumennsku, rakaða leggi, geimverur og fleira. Ed Crane starfar í rakarastofu tengdaforeldra sinna, eiginkonan er drykkfelld og gæti átt í ástarsambandi... Lesa meira

Keðjureykjandi fámáll rakari í Santa Rosa í Kaliforníu árið 1949, segir sögu manns sem reynir að flýja tilbreytingarlaust líf. Þetta er saga um grunað framhjáhald, fjárkúgun, svik, dauða, kynþáttahatur, upplogna hetjumennsku, rakaða leggi, geimverur og fleira. Ed Crane starfar í rakarastofu tengdaforeldra sinna, eiginkonan er drykkfelld og gæti átt í ástarsambandi við yfirmann sinn, Big Dave, sem á 10 þúsund Bandaríkjadali til að fjárfesta í nýrri matvöruverslun. Ed fær möguleika á að græða peninga í fatahreinsun. Kúgun og fjárfestingar eru hans tækifæri til að verða eitthvað í lífinu. Sestu í stólinn og hlustaðu.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


The Man Who Wasn't There finnst mér frábær mynd. Cohen bræður hafa komið með snilldarverk, s.s Blood Simple, Raising Arizona, Big Lebowski og Fargo. Það sem gerir The Man Who Wasn't There að þeirri snilld sem hún er er: 1. Hún er mjög vel skrifuð hjá þeim Cohen bræðrum, hvort sem það eru persónurnar eða sagan. 2. Stílinn á myndinni er mjög svalur. 3. Leikarar eru traustir, með fremstan í flokki Billy Bob Thornton. Hef fílað þennan leikara alveg síðan ég sá fyrst bíómynd með honum, og ekker er hann verri hér. Svo eru James Gandolfini og Frances McDormand alveg frábær og sannfærandi í sínum hlutverkum. 4. Þetta er Cohen bræðra mynd, og hafa þeir ekki klikkað hingað til. Þannig ég mæli eindregið með þessari snilldarmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The man who wasn´t there er að mínu mati ótrúlega góð og vel leikin mynd, söguþráðurinn kemur sífellt á óvart en fylgir ekki ákveðinni formúlu, það var oft þegar ég hélt að myndin væri að enda að eitthvað ótrúlegt gerðist sem hrinti af stað nýrri atburðarás. Persónusköpun var mjög skemmtileg og sérstaklega persóna Bily Bob Thornton, sem lék mjög rólegan rakara sem er ekki allur þar sem hann er séður. Það sem var samt flottast við þessa mynd var kvikmyndatakan en það að hafa myndina í svart-hvítu skapaði ákveðna stemningu sem passaði mjög vel við söguþráðinn. Þetta var frekar róleg mynd en samt ekki langdreginn af því það var svo gaman að horfa á persónurnar og myndatökuna, það var eitthvað mjög sérstakt við þessa mynd og ég mæli með henni fyrir alla sem eru leiðir á þessum dæmigerðu formúlumyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Enn og aftur koma Cohen bræðurnir með snilldarmynd. The Man Who Wasn´t There gerist stuttu eftir seinni heimsstyrjöld og segir okkur frá rakara (snilldarleikinn af Billy Bob Thorton) sem kemst að því að konan hans heldur framhjá honum. Hann ákveður að beita viðhald konu sinnar fjárkúgun með skelfilegum afleiðingum. Hér er á ferðinni besta mynd Cohen bræðra að mínu mati. Billy Bob sínir ótrúlega leikhæfileika í aðalhlutverkinu. Aukaleikarnir komast vel frá sínu. Þetta er gæðamynd en hún er að vísu ekki fyir alla, kannski eingöngu fyrir vandláta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilldarræma, þar sem Coen-bræðurnir votta film-noir-menningunni virðingu sína.

Sækir mikið í Postman always rings twice, þ.e.a.s. gömlu útgáfuna, Double Indemnity og fleiri úr þeim geira og er það vel.

Svarthvít Óskarsverðlaunamyndatakan er framúrskarandi smekkleg og fær maður á tilfinninguna að myndin hefði aldrei gengið upp í lit.

Sagan er feykiskemmtileg og Billy karlinn ansi góður í hlutverki stórreykingarakarans sem kemur af stað atburðarrás sem hvorki hann né aðrir ráða á nokkurn hátt við.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er bara ágætis skemmtun sem er bara gaman að horfa á og er með fínum kaldhæðnis húmor sem kemur manni til að brosa. Er pínu hæg á köflum en persónan sem Billy Bob leikur heldur þessu uppi sem og hann sjálfur ,enda er hann að mínu mati einn af bestu leikurum allratíma. Hann leikur bara aldrei illa. Þessi mynd er samt ekki fyrir fólk sem vill hafa hasar, spennu eða mynd sem mikið gerist í en hún er aftur á móti fyrir fólk sem vill hægar svarthvítar og góðar myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.05.2015

Drepinn af Stallone, Willis og Schwarzenegger

Þessar stórmerkilegu staðreyndir birtust fyrst í maí hefti Mynda mánaðarins: Uppáhaldsmynd Rons Perlman er Nobody's Fool frá árinu 1994. Hans fyrsta kvikmyndahlutverk var aðalhlutverkið í Quest For Fire árið 1981 í...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn